Hlín - 01.01.1936, Síða 94
92
Hlín
margt í sveitinni, sem hægt er að una við daglangt, og
dag eftir dag, árið um kring.
Að eiga ráð á heilum sunnudegi að sumrinu! Geta
lagt á stað frjáls og frí, leitað uppi töðugresisbolla eða
hvamm til að hvíla sig í eða fallega berjalaut, lyng-
mó eða jafnvel klett til að sitja undir, halla sjer upp
að og tala við. Geta horft yfír sveitina og heyra máske
blessaðar kirkjuklukkurnar hringja. Alt var þetta ó-
metanlega yndislegt. Og ef það bættist svo ofan á, að
maður óafvitandi sogaðist inn í klettinn og heyrði þar
hringt til hámessu, sungna sálma og sá prestinn al-
skrýddan fyrir altarinu og fjölda af fólki kirkjubúið.
— Þetta hefur komið fyrir, menn hafa sjeð margt
þessu líkt. — Og þó það væri ekki nema hugsjón eða
draumur þá....
Þegar jeg var 9 eða 10 ára fjekk jeg ljómandi fall-
egan, rúðóttan kjól, allavega litan, og nú átti jeg í
fyrsta sinn að fá að fara til kirkjunnar með foreldrum
mínum. Þvílík dýrð! Það var íagur júlídagur, steikj-
andi hiti og glaða sólskin. Jeg var komin út á hlað og
beið. — Foreldrar mínir komu út úr bænum, kirkju-
klædd. Jeg dáðist.að þeim, óskaði að þau þyrftu aldrei
að fara í lakari föt en þessi voru. Dökki vaðmálsjakk-
inn á föður mínum fór prýðilega. Móðir mín skoðaði
hann í krók og kring, hún var nýbúin að sauma hann.
„Þú verður okkur ekki samferða,“ sagði faðir minn,
„en kemur, þegar þú heyrir hringt, við mamma þín
höfum gát á að þú lendir ekki í troðningi.“*) —
Jeg hljóp með þeim suður á bæjarhólinn og stóð þar
eftir og virti bæinn fyrir mjer, hvanngrænan, gulan af
fíflum, sóley og baldursbrá. Sólskríkjan söng á þakinu,
það var hún vön að gera hvern góðviðrisdag frá
*) Túnin á Holtastöðum og Holtastaðakoti, þai' seni Ingibjörg
ólst upp, liggja saman, að heita má.