Hlín - 01.01.1936, Síða 95
Hlín
93
morgni til kvölds. En yfir þessu sveif reykurinn upp
úr eldhússtrompinum og dreifði margvíslega löguðum
skugga niður á þakið. — Jeg gekk suður götuna, suður
úr túninu og stansaði þar til þess að skoða fjólurnar,
sem þöktu Járnhaus, ljómandi fallega stóra hólinn, sem
þó var jafnan þyrnir í augum sláttumannsins, því hann
bitu engin járn. — Jeg gekk í hægðum mínum suður
götuna, sá gullsmiðinn á hraðferð eftir götubakkanum
og fiðrildin hanga dottándi á puntstráunum, randaflug-
an var suðandi í óða önn við búskapinn. — Allsstaðar
var líf. Kýrnar af næstu bæjum lágu í stórum hóp
framan í hjallanum, þar sem þær gengu á daginn, það
var líkast til að sjá eins og þær hefðu verið breiddar
þar til þerris, þær voru allavega skjöldóttar. — Fyrir
ofan götuna, milli bæjanna, var grasi gróin brekka, en
svo stórgrýtt, að hún var aldrei slegin. En hvað hrúta-
berjalyngið var fallegt, það var bláberjalyngið líka,
ekki síst meðan berin voru að spretta. — Það var ynd-
islegt að sitja þarna í hávöxnu grasinu, svo blómauð-
ugu og hlusta á steindeplana með ungana sína, sem
tiltu sjer á steinana og sungu alt í kringum mig.
Móðir mín kom á móti mjer. „Hefurðu verið að
gráta, barn?“, spurði hún. „Það var nú lítið,“ sagði jeg
lágt og rjetti henni hendina, svo að hún gæti leitt mig.
„Hvað er að?“ — „Jeg veit ekki, jeg var svo sæl, mjer
datt svo márgt fallegt í hug.“
„Það ætlar að verða messufært í dag,“ sagði roskinn
bóndi við móður mína, „jeg man aldrei eftir annari
eins mannmergð, og þrír hópar koma framan nesið og
fjöldi á ferjubakkanum." — Allsstaðar var fólk að
heilsast og tala saman, sumt í hljóði, það var hátíða-
blær yfir öllu.
Móðir mín hálftróð sjer inn í bæjardyrnar. Stór hóp-
ur af fermingarbörnum hljóp út hjá okkur og lá vel á
þeim. — „Mjer heyrist einhver vera að gráta,“ hvísl-