Hlín - 01.01.1936, Side 96
94
Htín
aði jeg að móður minni. — Hún litaðist um, gekk að
dyrahurðinni, sem ekki l'jell að stöfum. Hún leit þang-
að inn, þar stóð drengur og grjet sárt. Við þektum
drenginn, hann hjet Jóhannes og var á sveitinni, og
bar það með sjer að hann átti engan að. Ofan á það,
hvað hann var illa máli farinn, svo erfitt var að skilja
hann, var hann uppnefndur og hafður að skotspæni.
Húfukollu hafði hann dregið niður fyrir hársrætur,
hann gat ekki tekið ofan, og allur klæðnaðurinn var
eftir því.
„Hvað er að þjer, Jói minn,“ spurði móðir mín.
Henni gekk illa að skilja hvað hann sagði, þó komst
hún að því, að honum hafði verið vísað frá, og enginn
vildi þess vegna taka hann í vist. — „Við skulum sjá
til, þetta lagast alt, hertu þig bara upp og bíddu mín
hjerna, jeg ætla að tala við prestinn.“
Prestur sat í stofu og margt af bændum og ræddu
þeir um landsins gagn og nauðsynjar.
Ekki var móðir mín búin að vera lengi inni í stof-
unni, þegar bændurnir fóru að hafa nokkuð hátt og
presturinn líka, og jeg þóttist skilja, að allir væru þeir
á móti því að Jói yrði fermdur.
„Meðferðin á drengnum er í alla staði ósæmileg,“
sagði móðir mín, „það hvílir skylda á okkur að sjá um
að hann verði fermdur og geti unnið fyrir sjer, bæði
vegna óþrifnaðar og fataleysis. Þetta ljetum við ekki
neinn þurfa að segja okkur, ef við ættum drenginn,
en hann er munaðarlaus, en ekki þar fyrir rjettlaus,
okkur öllum, sem hjer eru nú stödd, er innan handar
að bæta úr þessu á margan hátt, svo um muni.“ Lengi
var um þetta þráttað, þangað til prestur segir, að ef
Jói geti lært það, sem hann strikaði nú við í kverinu
hans, þá yrði hann að ferma hann, því það yrði hann
að játa, að hann gæti ekkert lært og það vissu allir,
og þessvegna ekki eftir neinu að bíða með hann, en