Hlín - 01.01.1936, Side 103
Hlín
101
vinna að því að þroska heimilin, svo þau sjeu fær um
að mæta hverri eldraun, sem mæta kann, heimilin
þurfa að verða svo sterk að þau standist í þeirri bar-
áttu, sem nútíminn útheimtir. Nýjar kröfur koma með
nýjum tímum, en hverjar svo sem kröfurnar verða 1
framtíðinni, þá þarf sá þátturinn jafnan að vera sterk-
astur, sem heldur heimilunum við, heilbrigðum og
sterkum, svo að einstaklingarnir geti jafnan sótt þang-
að endurnæringu og þrótt í lífsbaráttunni.
Mörtufjelagsskapurinn er brennandi og skínandi
lampi í lífi finskra kvenna, á þeim lampa má aldrei
slokna.“*
Lottu-Svárd-fjelagið.
Annar fjölmennur fjelagsskapur meðal kvenna í
Finnlandi eru „Lotturnar“. Sá fjelagsskapur var stofn-
aður nokkru fyrir frelsistríðið 1918, og er bygður á
þeirri hugsjón að hjálpa til ef stríð ber að höndum.
Finnar stofnuðu á þessum þrengingarárum fríviljugan
varnarher (Skyddskaren), er skyldi verja landið og
leiða það til frelsis og sigurs. Þeir nefndu það „Vernd-
arskarann“. (í þeim skara eru nú 100 þúsund manns).
Konurnar vildu ekki verða eftirbátar að verja land og
þjóð, og í frelsisstríði Finna aðstoðuðu þær í herbúð-
unum og á hvíldarstöðvum hermanna, við matargerð,
þjónustubrögð o. m. fl.
Þegar ófriðnum var lokið, þótti sýnilegt að það þyrfti
að skipuleggja þetta starf. Það var gert með hliðsjón
af þeim reglum, sem „Verndarskaranum“ voru settar,
*) Mörtufjelagið gcfur út ágætt blað, »Husmodern«, sem kem-
ur út mánaðarlcga, eða 10 blöð á ári. Verð á Norðurlöndum
kr. 3.00 árg. — Blaðið ,er gefið út bæði á sænsku og finsku.
Þegar fjelagið var 25 ára skiftist það í finska og sænska
deild, en út á við, t. d. í Húsmæðrasambandi Norðurlanda,
koma þær fram sem eitt fjelag. Ritstj.