Hlín - 01.01.1936, Side 109
Hlín
107
menningarmál.“* Málið er mjög sjerkennilegt og alger-
lega óskiljanlegt okkur Norðurlandabúum, 16 föll (ca-
sus), engar forsetningar, allir stafir bornir fram eins
og þeir hljóða, áhersla á fyrsta atkvæði, gerir það finsk-
una dálítið líka íslenskunni í framburði. — Hingað til
hafa flestir mentaðir Finnar kunnað sænsku, en henni
er nú víða bægt út úr skólunum. Alt útlit er þó fyrir,
að sú hreyfing vinni sigur í bili a. m. k., sem vill stuðla
að samvinnu Norðurlanda með því að viðhalda sænsku-
námi skólanna, því ef þjóðirnar skilja ekki hverjar
aðra, verður lítið um samvinnu. En á hinn bóginn er
málstreyta þessi algerlega rjettmæt, því aðeins tíundi
hluti þjóðarinnar er sænskutalandi. — Þrír háskólar
eru í landinu og uppeldis- og fræðslumál í besta lagi. —
Finnar urðu fyrstir til að veita konum kosningarrjett
og kjörgengi.
Finnar eru söngmenn miklir, hafa jafnan elskað söng
og spil, almenni (unison) söngurinn í Finnlandi er frá-
bær, bæði að styrkleika og fegurð. „Ef hægt er að segja
um nokkurt land, að söngurinn hafi haft mikla upp-
eldislega þýðingu fyrir þjóðina, þá má segja það um
Finna. í landinu eru um 1200 söngflokkar (folkelige
kor). — Alþýðuskáldskapurinn er ef til vill ríkari í
Finnlandi en í nokkru öðru landi. — Þjóðvísan „Fjár-
ran han dröjer“ („Fjarri ertu ennþá í iðgrænum döl-
um“), er ein hin fegursta sem til er.“*
Þjóðin er þróttmikil, bæði andlega og líkamlega, al-
kunn fyrir seiglu og skapfestu, enda vön við að líða og
stríða. Öldum saman hafa Finnar verið varnargarður
Norður-Evrópu móti árás austan að.
Allir, sem þekkja nokkuð til sögu Finna, hljóta að
fagna því, að þessi merka og göfuga menningarþjóð
hefir nú fengið full umráð yfir landi sínu og yfir öll-
um málefnum sínum. Halldóra Bjarnadóttir.
* Salmonsens Leksikon.