Hlín - 01.01.1936, Page 111
Hlín 109
ist prolan og hefur mikil áhrif á kynþroska manna og
dýra.
í safni einu í Berlín (Berlinske museum) er geymt
egipskt læknarit, sem er 3—4 þúsund ára gamalt. í
,þessu riti er kafli um fæðingarhjálp, þar stendur meðal
annars: „Ef kona óskar eftir að vita hvort hún er
barnshafandi eða ekki, tekur hún ker með mold og sáir
í það nokkrum hveiti- og byggkornum og vökvar £au
daglega með nokkru af sínu eigin þvagi. Ef kornin að
nokkrum tíma liðnum fara að vaxa, er hún barnshaf-
andi, annars ekki.“
Það er einkennilegt að athuga .þessa þúsund ára
gömlu skýringu samanborið við niðurstöður læknavís-
inda nútímans. Þau hafa sem sje komist að raun um
það, að í þvagi barnshafandi kvenna sjeu um með-
göngutímnn efni (hormon), sem hafa þýðingu fyrir
vöxt fóstursins og lífmóðurina. Þetta efni er kallað
jollikulin, og er í þvaginu frá þeirri stundu, sem konan
verður barnshafandi og um allan meðgöngutímann.
Efnið myndast í eggjastokkunum. — Það leið ekki á
löngu, eftir að þessi efnisuppgötvun var gerð, að farið
var að nota það til þess að sanna hvort konur væru
barnshafandi eða ekki. Þvaginu var dælt inn í til-
raunadýr (mýs), sem ekki eru kynþroska, sje konan
barnsafandi hefur efnið þau áhrif á mýsnar að kyn-
færi þeirra fara að vaxa og þroskast, annars ekki. —■
Þetta ráð er nú notað um allan heim og má heita ó-
brigðult. — Rannsóknirnar hafa líka haft ómetanlega
mikla praktiska þýðingu fyrir læknavísindin, því efnið,
sem nú er framleitt í meðalaformi, er notað við ýmsa
kvensjúkdóma.
Þetta efni, follikulin, er ekki einungis í þvagi barns-
hafandi kvenna, heldur einnig 1 þvagi allra . spendýra
,um meðgöngutíma þeirra.
Follikulin hefur ekki bara þroskandi áhrif á kyn-