Hlín - 01.01.1936, Qupperneq 116
114
Hlin
Pálsdóttir, Austara-Landi. Allar á æskuskeiði. En fljótt
komu fleiri í hópinn, og hafa þær sjerstaklega minst
þess, að mest þótti þeim um vert, þegar eldri konurn-
ar bættust við, sem höfðu að baki reynslu áranna, lær-
dóm lífsins, og gátu gefið þessu fjelagi góð ráð og holl.
Voru það Oddný Jóhannesdóttir, Ærlæk, Jóhanna Ein-
arsdóttir í Sandfellshaga og Rósa Gunnarsdóttir, Klifs-
haga. Flestar munu fjelagskonur hafa verið um 1924.
Þá voru þær 26, og er það vænn hópur í strjálbygðri
og fámennri sveit. Og best sýnir það trygðina við fje-
lagið, að þó flutst hafi burt um mörg ár, eins og Sig-
urveig í Ærlækjarseli og Anna Árnadóttir frá Skógum,
þá sögðu þær sig aldrei úr fjelaginu og fylgdust með
af alhug, því sem heima gerðist.
Tilgangur fjelagsins var sá að veita fátæklingum í
sveitinni alla þá hjálp, sem unt væri, með fjársöfnun
og samskotum, og hefur það í öll þessi ár verið rauði
þráðurinn í starfi þess, svo rjett hefur getað hlýja
hönd út að sjó og austur til heiða. — Þó hefur verið
unnið að ýmsu fleiru, eins og hjúkrunarmálum og
heimilisiðnaði, og stutt að mörgum framkvæmdum í
sveitinni, eins og t. d. skólahússbyggingu. Til þess gaf
fjelagið kr. 500.00. Mörg dagsverk til kirkjugarðsbygg-
ingar og smáupphæðir til annara fyrirtækja.
Mun þó enn ótalið mesta og besta starfið, sem er
hvað marga ánægjustund við höfum eignast við að
hittast á fundum okkar, þó strjálir hafi stundum verið,
og aldrei hefur út af borið með sambúðina í öllum
stærri málum, því það sem ein okkar hefur viljað
beita sjer fyrir til framkvæmda að vel athuguðu máli,
hafa allar fúslega fylgt. — Og mikið finst mjer jeg
eiga að þakka þessum konum fyrir mig, þessi fáu ár,
sem jeg hef verið með, því að fátt mun þroska mann
meir en samstarf, samhugur til góðra verka.
Bráðum eigum við þetta blessaða sumar að baki með