Hlín - 01.01.1936, Page 124
122
Hlín
skeftu. — Hvítt vaðmál (7—8 lóða verk) óf hún á cinum staðn-
um og óf 7 ál. á dag (með uppsetningu).
Fjelagið hefur engan kostnað haft af þessum vefnaðarsam-
tökum, nema að leggja til vefstólinn, endurgjaldslaust. Fjelagið
á líka spunavjel. Hana höfum við látið ganga á milli okkar og
hver spunnið fyrir sig heima hjá sjer, þetta hefur okkur reynst
ágætlega. Auðvitað munu þessi verkfæri endast skemur með
þessu móti, en þannig er það kostnaðarminst.
Við höfum stundum tekið vefnað að, til þess að vefjarkonan
hefði jafnan nóg verkefni, þá höfum við hagað því þannig, að
sá sem fær ofið, greiðir 2.50 á dag: Kaupið 1.50 og fyrir fæði,
húsnæði og hjálp við uppsetningu 1.00 á dag; hefur þetta gefist
vel. Við höldum þessum vefnaði áfram í vetur með sömu tilhög-
un, hann hefur komið sjer vel. Fjelgskona.
Síðastliðinn vetur var að tilhlutun Búnaðarsambands Norður-
Þingeyinga, haldið námsskeið í gúmmískógerð í Öxarfirði.
Námsskeiðið stóð 4 vikur, 3 vikur á Ærlæk og 1 viku í Ærlækj-
arseli. Skógerðina kendi Sigurður Jakobsson búfræðingur í
Kollavík. Til skógerðarinnar var notað gúmmí úr uppgjafabíla-
slöngum, sem keypt ha-fði verið frá verslun Bjöms Kristjánsson-
ar í Reykjavík.
Nemendur fengu keypt efni á staðnum, bæði gúmmí og lím,
en raspa lánaða eða keypta. Þeir áttu sjálfir bæði leista, sem
þeir smíðuðu, og þá skó, er þeir bjuggu til. Á þeim 4 vikum,
sem námsskeiðið stóð, nutu tilsagnar um 20 nemcndur, lengri eða
skemmri tíma. Búin voru til um 120 pör af skóm og um 20 pör
af leistum (mótum).
Þessir heimagerðu skór þykja engu síður þæg'ilegir í notkun
en hinir útlendu, sjeu þeir vel iagaðir eftir fætinum. Þeir eru
endingargóðir, og ódýrir geta þeir verið, sjcu þeir búnir til í
hjáverkum á heimilunum sjálfum. Efni í eitt par af skóm kost-
ar 1—3 kr., eftir stærð skónna. Útsöluverð á efni til nemenda
var: 1 kg. gúmmí á kr. 2.10, 1 baukur lím (Good Year) á kr.
2.20. —
Þetta var fyrsta námsskeið í gúmmískógerð til sveita, svo
kunnugt sje, en þau þyrftu að komast á víðar, og auk þess má
fyllilega vænta, að þa.r sem sveitafólkið lærir að búa til skó úr
g'úmmí, þá verði þeir aðallega notaðir sem hversdagsskór og
spöruð kaup á útlendum vinnuskóm.* Jón Sigfússon, Ærlæk.
*) Aðeins að menn gleymi ekki að hafa hreina og góða illeppa
í skónum eða vera í háleistum, og hafa skóskifti er inn kemur,