Merki krossins - 01.01.1926, Síða 8

Merki krossins - 01.01.1926, Síða 8
stofnandans, Drottins vors og æðsta konungs? bað er aðdáanlegt, hvernig trú- boðssýningin hefir örvað hugi og hjörtu mannanna og fylt þá eldmóði, er þeim varð ljóst um þrautseigju-starf kirhjunnar til aukningar á valdi síns guðdómlega brúðguma í öllum löndum, og jafnvel á fjarlægustu eyjum heimshafanna. Hér fengu menn vitneskju um hin gríðarstóru svæði, sem unnist hafa undir vald kaþólskrar trúar, með svita og blóði kappsamra og óþreytandi trúboða. En hér fengu menn einnig skyn á, hvað víðtækar lendur voru enn óunnar undir hið milda og heillaríka vald Konungs vors. Og hvert var erindi alls þess margfelda múgs, sem gekk til hinnar helgu borgar á »jubil«-árinu úr öllum áttum heims, undir forustu biskupa og presta — annað en það, að þvo sálir sínar, og játa trú sína nú og ævinlega við grafir postulanna og í nærvist Vorri? Þetta veldi Frels- ara vors virtist og sem umljómað nýju ljósi og loga, er Vér úrskurðuðum að sex píslarvoftar beggja kynja, skyldu hljóta lotningu hinna himnesku herskara; en höfðum áður prófað nákvæmlega dýrlegt hetjudæmi þeirra í heilögum dygðum. O, hversu sál Vor fyltist gleði og huggun, er hinn gríðarlegi mannskari hrópaði með hárri raust, í ljóma Péturskirkjunnar eftir yfirlýsingu hins hátíðlega úrskurðar: »Tu Rex Gloriæ, Christe! — Þú konungur dýrðarinnar, Kristur!«. Meðan að menn og ríki, sem snúa sér frá Guði, hníga til auðnar og forgangs með sundur- þykkju og síngirni, þá heldur Guðs kirkja áfram að veifa mannkyninu næringu hins andlega lífs. Og hún mun halda áfram að geta og fóstra kynslóðir helgra manna og kvenna fyrir Krist, sem sífelt kallar til eilífrar sælu himnaríkis síns alla þá, er hann fann tryggasta og besta í sínu jarðneska ríki. Auk þess voru á hinu mikla »jubil«-ári liðnar sextán aldir frá kirkjuþinginu í Niceu. Það var Oss sannarlegt gleðiefni að geta haldið þessa aldaminningu jafn hátíðlega. Og sjálfir ákváðum Vér að minnast þessa horfna stórviðburðar í Súlna- kirkju Vatikansins. Því fremur var ásfæða til þessa, sem áminst kirkjuþing sló föstu, að hinn Eingefni væri sama eðlis eins og Faðirinn (consubstantialitas), og að allir skyldu viðurkenna þessa skoðun einn meginþátt kaþólskrar trúarjátningar. Annað ágæti kirkjuþings þessa var það, að þar voru orðin »cuius regni non erit finis* — á hans ríki skal engin endir verða«, tekiii inn í trúarjátninguna. En með þeim orðum er staðfest konungsdæmi Jesú Krists. Þannig hefir þetta heilaga ár á ýmsan hátt gefið ástæðu til að auglýsa ríki Krists. Því virðist Oss, að Vér framkvæmum verk mjög áríðarmikið í Voru posful- lega embætti, er Vér látum að bænum svo margra kardínála, biskupa og trúaðra manna, sem einstaklega eða opinberlega hafa fram komið til Vor, — og endum nú hið heilaga ár með því, að bæta inn í siðabók kristninnar sévstökum hátiðis- degi til dýrhunar konungsdæmis Drottins vors Jesú Krists. Málefni það, sem fyrir liggur, gleður Oss svo mjög, að Vér finnum Oss til knúða að ræða það um hríð við yður, tignu bræður. En því næst verður það yðar hlutverk, að bera fram fyrir skyn og skilning þjóðalýðsins gjörvalt það, sem Vér mælum um dýrkun þá, er oss ber að tjá konungsdæmi Drotlins Jesú Krists. Skal það að sjálfsögðu gert á þann háft og í þeim tilgangi, að árshátíð sú, sem vér stofnum, muni hafa í för með sér mikla blessun og margir dýrlegir ávextir upp af henni spretta. Merki Urossins. — 8

x

Merki krossins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.