Merki krossins - 01.01.1926, Síða 9

Merki krossins - 01.01.1926, Síða 9
II. Kenningin um konungsdæmi Jesú Krists. Það hefir lengi verið siður að kalla Krist konung, í líkingu mælt. Því Hann ber af og birtir yfir alla skapaða hluti alveg einstaklega, og í allra æðstum skilningi. Þannig er sagt um Hann, að Hann ríki, stýri og stjórni í viti mannsins. Er það ei að eins vegna þess, að andi Hans ljómar yfir alla anda í viti, skarp- leik og þekkingu; en mikið fremur vegna þess, að Hann er sjálfur Sannleikurinn, og vegna þess, að allir dauðlegir eru til knúðir að svala sér á sannleikslind Hans og lúta þeim tæra straumi í einskærri auðmýkt. — A sama hátt segjum vér um Hann, að Hann ríki í vilja mannanna. Er það ei að eins vegna þess, að í sjálfum Honum er jafnan hið hæsta og ágætasta samræmi milli hins heilaga guðdómsvilja og hins hreina og alúðarsama mannsvilja. Engu síður ber svo að segja vegna þess, að tilhvatir Hans og langanir hafa svo máttug áhrif á frívilja vorn, að þær megna að uppfylla hann með hinum heitasta eldmóði fyrir ágætustu hlutum hvers kyns. — Að lokum er Kristur viðurkendur hinn sanni konungur hjartnanna, því ást Hans ber langt yfir allar hugsjónir vorar; mildi hans og gæði draga óaflátlega að sér sálir mannanna. Því aldrei hefir það við borið, og aldrei mun það við bera, að neinn verði á sama hátt umvafinn ást allra þjóða eins og ]esús Kristur. Við hann er átt, þá talað er um þjóðherra þann, sem út mun ganga frá jakobs húsi og er af Föðurnum settur til að ríkja yfir Zíonsfjalli, og hljóta þjóð- irnar að arfi og endimörk jarðar að óðali. (Sálm. 2). Brúðkaupskvæðið vegsamar Hann í líkingu auðugs og máttugs konungs. Er Hann þar gerður að þeim út- valda höfðingja, sem á komandi tíð muni ríkja yfir Israel. Hér segir svo: „Hásæti þitt. Gud, stendur fast um aldur og ævi. Veldissproti konungdóms þíns er sproti réttlátra ráða“. (S. 44). Að Krisfur sé konungur, lesum vér víða í hinni heilögu bók bókanna. Marga fleiri ritningarstaði getum Vér til fært. Einn slíkan látum Vér eigi undan ganga að setja hér. Þar er sagt fyrir með skýrum og skörpum orðum um konungsdæmi Krists, að ríki Hans muni verða takmarkalaust og skreytt ljóma réttlætis og friðar: „Á Hans dögum skal réttlæti í hástól setjast, og fylling fnðarins. Hann skal ríkja frá hafi til hafs, frá fljótum til endimarka jarðar“. (S. ^l). — Hér við bætast enn ummæli spámannanna. Skulum vér sérstaklega tilfæra hin dýrlegu: „Barn er oss fætt. Sonur er oss gefinn. Herravald hvílir á hans herðum. Hann skal nefndur hinn aðdáanlegi ráðsnjalli Guð, hinn sterki, Framtíðar- faðirinn, Friðarhöfðingi. Ríki Hans skal mikið verða og friðurinn engan enda taka. Hann mun sita í hásæti Davíðs, og ráða yfir konungsríki hans, til þess að festa það og styrkja með ráðsnild og réttlæti, héðan í frá og að eilífu“. (Es. 9, 6.). Hinir spámennirnir segja fyrir í alla hina sömu átt, sem Esajas. Þannig fer lerimíasi, er hann spáir að fram muni spretta réttlætiskvistur af Davíðs stofni; afspringur Davíðs, er ríkja muni sem konungur; hann muni vera vitur, og fram- kvæma ráðdeild og réttlæíi á jörðu«. (Jer. 2, 35). — Sama er að segja um Daníel, er það mælir fyrir, að Drottinn himins muni stofna ríki, »er eigi skal ganga til grunna um eilífar tíðir, heldur standa að eilífu*. (Dan. 2, 44). Og — 9 — Merki Urossins,

x

Merki krossins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.