Merki krossins - 01.01.1926, Side 10
skömmu síðar kemst hinn sami spámaður svo að orði: »Eg horfði í nætursýn-
unum, og sjá, þar kom fram í skýjum himins einn, sem líktist Manns syni. Sá
gekk inn fyrir hinn aldraða, og var leiddur fram fyrir Hann. Og þessi gaf Honum
vald og vegsemd og ríkið. Allar þjóðir, ættflokkar og tungur munu Honum þjóna.
Vald Hans mun vera eilíft vald, er eigi skal af Honum tekið, og ríki Hans aldrei
líða undir lok«. (Dan. 7, 13—14).
Víst hafa og hinir heilögu höfundar guðspjallanna játað og sannað réttveru
þess, sem spáð var af Zakaríasi, þar sem hann talar um »hinn hógværa konung«,
er halda skyldi innreið sína í ]erúsalem, sem lausnari og réttlætisins herra, haf-
andi til reiðar ösnu og ösnufolald. (Zak. 9, 9).
Sú kenning um konungsdæmi Krists, er Vér höfum hér sfuttlega bent á af
bókum Gamla-testamentisins, kemur og síður en svo óljósar eða daufar fram í
því Nýja, að hún einmitt styrkist þar og ber þar fyrir í miklu máttugri ljóma.
Vér þurfum hér vart að minnast á boðskap yfirengilsins, er hann tjáir meynni að
hún muni fæða son, sem Guð Drottinn muni gefa hásæti Davíðs föður hans, og
muni hann ríkja í Jakobs húsi að eilífu, og ríki hans aldrei þrjóta. (Lúk. I, 32—33).
Kristur sjálfur ber og vætti um konungsdóm sinn óaflátlega. Tekur hann sér
bæði konungsnafn og sannar í fjölmennri áheyrn, að hann sé konungur. Játar
enn fremur hátíðlega, að sér sé gefið alt vald á himni og jörðu. Þetta kemur
fram í hinni síðustu ræðu lians til fólksins um verðlaun þau og refsingar, er rétt-
látum og sekum úthlutist, og vara muni um aldur og ævi. Alt hið sama, er hann
ansar landstjóranum rómverska, þegar hann spyr opinberlega hvert hann sé kon-
ungur. Enn fremur þegar Hann, eftir upprisu sína, býður postulunum að fara og
kenna öllum þjóðum. (Matth. 25, 31—40; ]oh. 18, 37; Matth. 28, 18). — Hvað
bera þessi orð með sér annað en óþrotlegt vald og ævarandi ríki?
Er það þá að undra, að Hann, sem af Jóhannesi postula er nefndur
„herrann yfir heimsins kóngum“ (Op. 1, 15), ber á skykkju sinni þessi orð letruð:
„Konungur konunganna og höfðingi höfðingjanna“, eins og postulanum var opin-
berað í sýn sinni um framtíð heimsins. (Op. 19, 16).
Og sannarlega hefir Faðirinn gert Krist að „erfingja allra hluta“ (Hbr. 1,2).
Og Hann mun ríkja, þar til Hann um endalok heims hefir lagt alla óvini fyrir
fætur Föðurins og Drotfins. (I. Kor. 15, 25).
Það varð því sjálfsögð afleiðing af þessari víðtæku trúargrein heilagrar
ritningar, að hin kaþólska kirkja — sem er ríki Krists á jörðunni og útbreiðast
skal meðal allra þjóða, — hlaut að hylla og vegsama stofnara sinn og frum-
græðara í árshring sinnar heilögu þjónustu, með ýmsum dýrkunarháttum, er sýndu
að Hann væri Kóngur og Drotlinn og Konungur konunganna. Þessi Iofningar-
merki, sem á mjög fagran og margbrotinn hátf, endurtaka téða skoðun í orðum
og orðatækjum, hefir kirkjan fram borið; hvort heldur í upplestri Davíðs-sálma,
er snemma var siður, — ellegar í hinum fornu helgisiðabókum, eða í daglegum
bænum til dýrkunar Hans heilögu hátignar. Og þennan sið hefir hún enn í dag
við fórnun hins hreina fórnarlambs. I þessari sífeldu fignun Konungsins Krists,
rennur einnig rómverska dýrkunin og sú austurlenska, í hinn fegursta samhljóm.
I samræmi við þetta má segja, að hin alkunna regla komi fram: »Legem cre-
Merki krossins.
— 10 —