Merki krossins - 01.01.1926, Side 11
dendi lex statuit supplicandi«, þ. e.: »Dýrkun kirkjunnar er réttileg ímynd hinnar
sönnu trúar*.
ViÖvíkjandi grundvellinum undir tign og veldi þessa Drottins vors, kemst
Kyrillus biskup í Alexandríu snildarlega að oröi: »1 einu orði sagt hefir Jesús
Kristur hlotið vald yfir öllum skepnum, ekki með yfirgangi eða neinskonar ráðum,
heldur samkvæmt eðli sínu«. (Sbr. Luc. 10). Því drottinvald ]esú Krisfs er bygt
á þeirri aðdáanlegu einingu guðlegs og nrannlegs eðlis í hátignarpersónu Frels-
arans, sem »hypostatisk« eining nefnist. Af þessu liggur ljóst fyrir, að Krist ber
ei aðeins að tilbiðja sem sannan Guð, bæði af englum og mönnum; heldur hljóta
bæði menn og englar að falla fram í einskærri hlýðni og lotningu fyrir mannlegu
veldi Hans, því Krists er þegar fullveldið eilífa yfir allri skepnu samkvæmt hinni
»hypostatisku« einingu.
Er þá til nokkur innilegri og ágægjulegri hugsun en sú sannfæring, að
Kristur ríki yfir oss; ei aðeins með tilbornum rétti, heldur einnig vegna afreikunar
síns dýrlega endurlausnarverks? Væri ekki rétt fyrir hið gleymna mannkyn að
minnast og meðkenna, hve feikna mikið lausnargjald Hann lagði fram fyrir oss?
sÞér eruð endurleysfir; ekki með gulli, silfri eða öðru tímanlegu verðmæti, —
heldur með dýrmætu blóði Krists, eins og lýtalauss og óflekkaðs larnbs*. (I. Pet.
1. 18—20). »Vér erum ekki vor eigin eign, því að Kristur hefir keypt oss dýru
verði«. (I. Kor. 6, 19—20). »]afnvel líkamar vorir eru Krists limir«. (I. Kor. 6, 15).
III.
Eðli og ástand Krists-veldisins.
Til þess að útskýra í fljótu bragði afl konungsdæmis Krists, nægir að minnast
á, að það liggur í þrennskonar valdi, án þessa þrefalda valds gæti slikt yfirdæmi
tæplega hugsast. Ummæli heilagrar ritningar sanna fullnægilega alveldi Frelsara
vors. Enda er það kenning kaþólskrar kirkju, að Jesús Kristur sé sá Lausnari,
sem mönnunum er gefinn til fulls trausts, og samtímis sá löggjafi, sem þeim ber
að hlýða. (Conc. Trid. Sess. VI. cau., 21). — Guðspjöllin segja ekki aðeins, að
Hann hafi gefið lög; heldur tala þau um Hann sem hinn sanna löggjafa allra
tíða. Hinn guðdómlegi meistari segir og ýmsum sinnum og á ýmsan hátt, að þeir
emir, sem haldi þessi boð sín, og unni sér af alhug, muni standa stöðugir í elsku
sinni. (]óh. 14, 15—15, 10). — Einnig játaði ]esús Kristur það í áheyrn Gyðinga,
er þeir kærðu hann fyrir sabbatsbrot, þá er Hann læknaði hinn máttvana mann
svo aðdáanlega, að sér væri veitt dómaravaldið af Föður sínum: »Því Faðirinn
dæmir engan; heldur hefir hann gefið syni sínum alt dómsvald*. (]óh. 5, 22).
I þessu felst að sjálfsögðu, í fylsta samræmi við dómaravaldið, að eftir sanneðli
stöðu sinnar, hefir hann umboð til að veita mönnum hér í lífi umbun eða refsa
þeim. — Samkvæmt þessu valdi er það auðséð, að framkvæmdaráðin hljóta að
hggja í Krists höndum, því allir verða að lúta yfirráðum Hans, svo einskis færi
sé undan að komast, eftir að dómurinn yfir hinum þverúðugu er upp kveðinn
og opinber gerður.
Framanskráðir ritningarstaðir sýna full-ljóst, að þetta konungsdæmi Krists,
— 11
Merki Urossins.