Merki krossins - 01.01.1926, Page 12
ér einkum andlegs eðlis og bundið andlegum efnum. Enda sannar Drottinn
Kristur það sjálfur, með allri framkomu sinni. Það var villuskoðun Qyðinga, og
jafnvel sjálfra hinna helgu postula, að hlutverk Messíasar væri það, að berjast til
sigurs fyrir frelsi þjóðar sinnar og endurreisa Israelsríki. En þessari hégómlegu
ímyndun og eftirvænting sló Frelsarinn oftar en eitt skifti frá sér. Svipað átti sér
stað, þegar lýðurinn í undrun og aðdáun þyrptist að honum, og ætlaði að kalla
hann til konungs. Þá vék hann sér undan þessum veg og valdi með því að flýja
og fela sig. Og að síðustu sagði hann fyrir framan dómstól rómverska land-
stjórans, að »sitt ríki væri ekki þessa heims«.
Um þetta ííki Krists er þannig rætt í guðspjöllunum, að mönnum beri að
búa sig undir inngöngu í það með yfirbót, en að trúin og skírnin séu nauðsyn-
legar til þess að komast inn. Skírnin er að vísu ytri athöfn, en þó jafnhliða
táknar og veldur hún innri endurfæðing. Þetta ríki Krists stendur í beinni and-
stöðu við ríki Satans og vald myrkranna. Það heimtar af þegnum sínum, að þeir
fægi af hjarta sínu hverja þrá til jarðargæða, en leggi kapp á kærleik og mildi,
jafnframt því sem þá hungrar og þyrstir eflir réttlætinu. En samhliða þessu eiga
þeir að afneita sjálfum sér og bera sinn kross.
Kristur hefir með endurlausninni unnið kirkjuna undir sitt vald með heilögu
blóði sínu. En með prests-embætti sínu hefir Hann fórnað sjálfum sér, og fórnar
sér ennþá óaflátlega fyrir syndir mannanna. Er þá ekki augljóst, að þættir og
eðlisdrættir beggja þessara hátignu starfa, liggja fólgnir í konungsveldi hans?
Annars færi sá illa villur vegar, sem ætlaði sér að draga af manninum ]esú
Kristi, vald yfir hverju veraldlegu máli sem vera skyldi. Því frá Föður sínum
fékk Hann í öndverðu óskoruð yfirráð allrar skepnu, svo að hver einn hlutur á
himni og jörðu er undirgefinn geðþekkni hans.
Alt að einu forðaðist Kristur, á jarðlífsdögum sínum, að sýna veldi silt og
tignarrétt á nokkurn hátt. Hann fyrirleit öll heimsgæði og skifti sér ekkert af
eignarhlutum mannanna. En bæði á þeim tímum og á vorum dögum leyfir Hann
þeim, sem hlutina eiga, að halda fullum rétti sínum á þeim. Hér falla vel við
fögur orð eins sálmaskálds kirkjunnar frá fyrri tíðum: »Sá heimtar ei þinn háa
stól, (Heródesar), sem heimsins verður náðarsól«, og veitir sjálfur með mildri
hendi himinborin konungsdæmi.
Konungsdæmi Krists nær til allra manna og al/ra tíða.
Eins og sagt hefir verið, nær drottinvald Frelsara vors til allra manna. Vér
tökum því orð hins afburðamikla fyrirrennara Vors, Leós páfa XIII., Oss í munn:
»Það er langt frá því, að ríki Krists sé einskorðað við kaþólskar þjóðir, — ellegar
þær, sem eru lögleg eign kirkjunnar með skírninni, þótt þær hafi lent á villu-
brautum vegna rangra skoðana, eða sakir sundurlyndis skilið við kærleikann. En
ráðvöld Hans nema einnig yfir alla þá, sem jafnvel eiga alls engan þátt í krist-
inni trú. Og stendur því allt mannkynið í raun og veru undir valdi ]esú Krists*.
Þetta nær alveg jafnt til einstaklinga sem landsdeilda og mannflokka; því þótt
mennirnir hafi slegið sér saman og myndað þegnskyldu-héruð, þá standa þessar
sambandsdeildir engu síður undir ráðveldi ]esú Krists, heldur en hver einstakur
maður, því heill einstaklingsins og heill þjóðfélagsins standa alveg á sama grunni.
Merki krossins.
12 —