Merki krossins - 01.01.1926, Qupperneq 14
grimdina í slíkum áföllum, þótt þau eigi sér stað. Þegar því ríki Jesú Krists,
sem í sannleika nær til allra manna, er búið að ná réttum tökum á löndum og
lýðum, — getum Vér þá efast um, að sá friður, sem kærleikans herra leiðir til
jarðar, muni ná fyllilega tökum á fólkinu um heim allan? Það er sá konungur,
segjum Vér, sem kom til að friða og fegra alt á jörðu; sem eigi kom til þess að
Iáta aðra þjóna sér, heldur til að þjóna öðrum, þótt Hann væri öllum æðri. Það
er Hann, sem hefir sannað, að Hann væri fyrirmYnd í auðmýkt og hógværð.
Og Hann var það, sem gerði kærleikann að æðsta boðorði sínu, og sagði um
leið: »Mitt ok er inndælt, og mín byrði létt«.
Já, væri það ekki hin sannasta gæfa fyrir oss alla, ef einstaklingar, félög
og ríki létu stjórnast af Jesú Kristi? Þá yrðu mörg sár grædd, svo Vér tökum
Oss orð Leós XIII. í munn, er hann beindi til allra biskupa á jörðu. Þá mundu öll
réttarvöld aftur ná fullu gildi. Þá mundu dásemdir friðarins fram spretta að nýju,
en sverð og spjót hníga úr höndum manna. Þetta mundi verða samstundis sem
mennirnir gengu af alhug undir yfirvald Jesú Krists og sýndu Honum sanna
hlýðni; samstundis sem mennirnir játuðu einum rómi, að Jesús Kristur er í dýrð
Guðs föður*. (Enc. »Annum Sanctum*, 25. maí 1899). (Frh.).
Víst ertu Jesú kóngur klár,
kóngur dýrðar um eilíf ár,
kóngur englanna, kóngur vór,
kóngur almættis tignarstór.
Hallgrímur Pétursson.
— 14 —