Merki krossins - 01.01.1926, Síða 16
Kardinálar tveir.
Mikill viðburður þótti það, er Vil-
hjálmur kardináli kom til Noregs árið
1247. Sturlunga segir: »1 þenna tíma
kom legatus herra páfans til Noregs er
Vilhjálmur hét þess erindis að kóróna
Hákon konung ok Margrétu drotningu
ok marga aðra góða hluti framdi hann
þar. Hann vígði Heinrek biskup til
staðarins að Hólurn í HjaltadaU.
Sturla skáld Þórðarson getur Vil-
hjálms kardinála í hrynhendu þeirri er
hann orti um Hákon konung og er
þetta upphaf að:
„Fraegjan réð þik Vilhjálmur vígja,
varr báls hötuðr kardináli;
engi valdiz jafngóðr hingað,
aldargramur, af páfavaldi;
kórónu lét kristni stýrir
kynprýddur jöfur yður of skrýdda
ramri grund hafit ríkisvandar
reiðivaldur með fraegðum haldit."
Auðsætt er af orðum Sturlu, að ást-
sældir Vilhjálms kardinála hafa miklar
verið í Noregi. Sturla telur það í upp-
hafi til sæmdar konungi að hafa verið
vígður undir kórónu af Vilhjálmi kar-
dinála. En eigi er sæmd sú síðri íslandi
er því hlotnaðist með heimsókn Vil-
hjálms kardinála van Rossum sumarið
1923.
Það vakti geisilega athygli víða um
heim, er það spurðist, að van Rossum
kardináli byggist til íslandsfarar. í aug-
um kaþólskra þjóða hlaut land það að
vera mikils virði, er jafntiginn embættis-
maður heilagrar kirkju, sem van Rossum
kardináli er, vildi heiðra með einka-
heimsókn sinni. Um gjörvöll lönd eru
slíkar heimsóknir metnar að verðleikum
og skoðast hin mesta sæmd þeim er
fyrir verður.
Sumarið eftir að kardináli kom hingað
til lands, sótti hann Holland heim. Við
það tækifæri sigldu tvö hundruð skipa
fánum skrýdd í móti skipi kardinála til
að fagna honum. Eftir þessu fóru önnur
hátíðahöld þar í landi í tilefni af komu
kardinála.
Vilhjálmur kardináli van Rossum sté
hér á land 8. júlí 1923. Öll framkoma
þáverandi stjórnarvalda við það tæki-
færi var landi voru til vegs og sóma.
I erlendum blöðum var þessa minst
lofsamlega, en einkum þó í hollenzk-
um blöðum, því kardinálinn er Hollend-
ingur að ætterni. Eift stórblað þar í
landi mintist móttökunnar hér undir
yfirskrift þessari: Islandia docet (ísland
kennir mönnum að haga sér).
Þjóð vorri til sæmdar, í tilefni af
komu sinni, gjörði van Rossum kar-
dináli Island að sjálfsfæðu postullegu
prefektsdæmi.
Stefán frá Hvítadal.
Merki krossins.
16