Merki krossins - 01.01.1926, Page 21

Merki krossins - 01.01.1926, Page 21
Fagna löndin fremsta megni fyrirroðans sendiboða; mesta líkn í meinum hýsti mannaból frá páfastóli; mætum gesti máttkir lúta, manndýrð hárri lotning sanna; falla honum frama þollar frægir hátt of lýða dægur. Háan rómast hirðis frami, heilagt veldi tignum seldist: (veitin rök að valdi miklu: víðkunn sniild og lofuð mildi) lönd og þjóðir liggja undir lofðung þann, í prýðiranni; milliónir manna einast merki undir þjóðans sterku. Helgur faðir heimsins lýða, heiðursvaldur jarðaralda, sendi oss háan suðurlöndum sigurbera Drottins vigra. Heilagan föður hárra sala hróður gladdi norðurþjóðar; dró hann ungan draumafangi dróttin storðar hátt við norður. Páfi Róma, Pétri hafinn, prúður valdi nítján alda, hirðirinn æðsti, heimsins vörður, Herrans mikli gætir lykla, Heilagur faðir helgimála hlýðinn sögu allra lýða, lofi drótta ljósu yfir, land vort signdi helgum anda. Renni önd á reistum gandi, rökin tendri langri vöku, man hún trú við minning eina morgunsending Rómaborgar, göfugan anda Guði bundinn, glýjaðan lausnarmáli hlýju; líkn-skin hátt of lýða þaki lýsti skært, er þekkan hýsfum. Gæfustund af góðum hafin giftu þjóðar hærra lyfti; muna ber og máli einist minning þeirra björtu kynna; sannlega vorri sögu unni, sómi hennar fjarri rómast; vinsæld jók hann ítur eina óru landi víða stórum. Bar oss hollur blessan fulla, beztur allra þjóðar gesta, árnan voru aldarfari, ítur jöfur Drottins mítra; skráir landið skýrri hendi skörungs nafn í minjasafni: Kom sá mestur, Kristi hæstur, krýndur sómi æðri ljóma. Risafennur röðull banni, Róma tengist norrænn blómi, sefamál að sannleik heilum sungin verði hærri tungu; dýrðargesti drótt við norður drottinhollust þakkir vottar, efsta framann enginn hemur. Island man — þeir fyrstu rísa. Stefán frá livítadal. Merlti hrossins. — 21 —

x

Merki krossins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.