Merki krossins - 01.01.1926, Side 24
ungis Droitnari vor, heldur er hann
einnig besti vinur vor og velgjörari.
Hann fórnaði lífi sínu á smánartré af-
brotamanna, og af kærleik til vor leyfði
hann Longiusi að leggja spjóti í síðu
sína og að stinga hjarta sitt í gegn.
Sé Jesús sannur Guð og Lausnari
heimsins, þá er kenning hans og boð
skuldbindandi fyrir alla menn. Sem al-
valdur Guð, æðsti kennari og löggjafi
sendir hann postula sína út um allan
heim og segir: »Alt vald er mér gefið
á himni og jörðu. Farið og kennið
öllum þjóðum . . . . og kennið þeim að
halda alt það, sem ég hef boðið yður«
(Matth. 28. 19. 20).
Allar þjóðir jarðarinnar verða að
taka á móti kenningu hans; allar þjóðir
verða að halda alt það, sem hann, hinn
almáttugj Guð hefir fyrirskipað. En á
meðan menn ekki viðurkenna og játa
af fullri sannfæringu og bjargfastri trú
að Jesús Kristur sé sannur Guð, geta
þeir heldur ekki skoðað kenningu og
boð Jesú sem skuldbindandi fyrir alla
menn. — Sé Jesús Kristur sannur
Guð, sem kominn er í heiminn til þess
að kenna oss hinn eilífa sannleik, þá
verður og sérhver maður að trúa orðum
hans og hlýða boðum hans.
Grundvallarkenning kaþólsku kirkj-
unnar á öllum tímum og í öllum löndum
er þessi: Jesús er sannur Guð, sem
hefir endurleyst heiminn með dauða
sínum á krossinum.
Hin kaþólska kirkja hefir á öllum
öldum og um gjörvallan heim, kent að
Jesús Kristur sé hinn eingetni Sonur
Föðurins, sannur Guð af sönnum Guði.
Þennan háleita leyndardóm hafa postul-
arnir boðað heiminum, fyrir þennan
sannleik hafa þeir þolað hinar sárustu
kvalir og fórnað jafnvel lífi sínu. Þús-
undir píslarvotta hafa fylgt dæmi post-
ulanna, þeir vildu heldur líða allskonar
ofsóknir og hinn kvalafylsta dauða, en
að afneita trú sinni á Guðdóm Jesú
Krist. Þegar Arius neitaði því, að Frels-
arinn væri sameðlis Föðurnum, þá reis
allur hinn kaþólski heimur gegn Ariusi
og fylgismönnum hans og á hinu al-
menna kirkjuþingi í Nikeu, 325, var
kenning Ariusar dæmd villa og allir
sem neituðu trúarjátningu um guðdóm
Jesú Krists, urðu að fara úr kirkjunni.
Þegar nýmælaskörungar vorra tíma
vilja boða heiminum nýjan Krist, sviftan
öllu því sem guðdómlegt og yfirnáttúr-
legt er, þá ráðast þeir á sjálfan grund-
völl kristindómsins, sem sé á guðdóm
Jesú Krists. Það var aftur kaþólska
kirkjan, sem fyrir munn Piusar páfa
hins tíunda, hóf raust sína og sendi út
um allan heim hið nafnfræga varnarrit
(Encyclica frá 7. september 1907), um
guðdómlegan uppruna hinnar kristnu
trúar. Þá reis kirkjan upp til þess að
vernda guðdómseðli Sonarins, og þá
sagði kirkjan við öll börn sín hið sama
sem hún á öllum öldum hefir sagt þeim:
Enginn gefur verið meðlimur kirkjunnar
nema hann játi hið yfirnáttúrlega og
guðdómlega í persónu Jesú Krists, eng-
inn, nema hann viðurkenni guðdóms-
eðli hans. Þannig mun kirkjan vernda
guðdómseðli Jesú Krists til enda ver-
aldarinnar, því svifti menn Krist guð-
dómsljóma hans, þá verður kristindóm-
urinn helber hégómi.
Getur nú kirkjan með skýrum rökum
sannað kenning sína um og trú sína á
guðdómseðli Krists? Ekkert er auð-
veldara en það, því öll guðspjöllin frá
upphafi til enda eru óslitin og óræk
sönnun guðdómlegrar hátignar Frelsara
vors. —
I.VitnisburðurFrelsaransumsjálfansig.
Jesú Kristur segir um sjálfan sig: *Ég
Merki krossins.
— 24 —