Merki krossins - 01.01.1926, Qupperneq 29
Af Benediktsmunkum.
Heilagur Benedikt var aðalsmaður,
I<ominn af einni voldugustu höfðingja-
ætt Rómar, og hafa fræðimenn þóst
rekja ætt hans til Scipiónanna. Það er
líklegt að strax í bernsku hafi hann séð
í gegn um allan hégóma jarðneskrar
dýrðar. Fjórtán vetra gamall eða fimtán
yfirgefur hinn ungi höfðingi alt það,
sem best þykir í heimi og gerist ein-
setumaður í Subiaco. Hann mun hafa
lifað fyrsta ár sitt í hellisskútum, 494—
495, ■ en fæddur er hann 480. Síðan
lifði hann mörg ár í hellisskútum. Mælt
er að Drottinn hafi látið fugla loftsins
flytja honum næringu.
Heilagur Benedikt er talinn faðir hins
kristna munkdóms á Vesturlöndum. A
einum stað í Regula sancta nefnir hann
heilagan Basilius sem sinn föður, en
þessi patriarki var austrænn. En þegar
heilagur Benedikt hafði prófað sjálfan
sig árum saman og þolað marga raun
sem einsetumaður í fjöllum, þá koma
til hans lærisveinar. Og innan skamms
hefir hann hóp ungra manna umhverfis
sÍ9. og vilja þeir klífa hinn bratta veg
helgunarinnar og hafa sagt skilið við
heiminn og alt sem í heiminum er,
vegna ríkis himnanna. Um 530 hefir
heilagur Benedikt stofnað 12 klaustur
víðsvegar um Italíu og fengið þeim
Reglu sína til leiðsögu. Hefir það kver
orðið eitt hið áhrifamesfa verk í Guðs
kristni, gildi þess hefir ekki rýrnað með
árunum, og mun ekki rýrna, meðan
menn finnast, er gefið sé að skilja orðin
um J>ríki himnanna«. »En ekki er öllum
gefið að skilja það orð«, segir Kristur,
Drottinn vor. Allur hefir hinn kristni
munkdómur samið sig að Benedikfs-
reglu, annaðhvort sem grundvelli eða
orðréttri. Heilagur Benedikt lifði síð-
ustu ár sín í klaustrinu á Cassínó-fjalli
(Monte Cassino), og hefir það klausfur
staðið síðan og er jafnan til þess litið
sem móðurklausturs Benediktsreglunnar.
Það stendur miðja vega milli Rómar og
Napólí-, og er hálftíma leið frá járn-
brautarstöðinni upp fjallið. Þangað ættu
menn að fara, sem gaman hafa af krist-
indómi, og skoða helgar minjar. En frá
þessum stað hafa út gengið yfir álfu
vora sterkari menningarstraumar en frá
nokkrum stað öðrum. Það voru Bene-
diktsmunkar sem siðmentuðu Evrópu.
Regla heilags Benedikts mælir svo
fyrir, að ekkert skuli tekið fram yfir
opus Dei. En »opus Dei« þýðir eitt-
hvað áþekt og guðlegt starf eða guðs-
þjónusta. A vorum tímum, þegar opus
externum, hið ytra starf, er metið langt
fram yfir alt skynsamlegt vit, gengur
mörgum tregt að fá opin augu fyrir
þýðingu hins innra starfs, því menn hafa
— 29 —
Merlti Urossins.