Dvöl - 21.01.1934, Page 4

Dvöl - 21.01.1934, Page 4
2 D V Ö L 21. jan. 1934 sinni til neins að fárast yfir uppeldinu á unga fólkinu, því það er hennar eigið verlc. Svo að það verður bezta úrræðið, að afhenda æskulýðnum framtíðina í fyrra lagi og vona, að hann leysi öll vandræðin. Þegar alls þessa er gætt, er það ekki furða, þótt unga fólkið í Reykjavík sé óþústað. Og táp og djörfung, frjálsræði og sjálfs- traust eru einkenni þess, saman borið við það, sem áður var. Sjálf- sagt verður það ekki tómur kjör- gróður, sem Vex upp í öllu þessu frelsi. En mér er nær að halda, að þrátt fyrir talsvert af léttúð og slæpingsskap, sem flýtur á yfir- horði bæjarhfsins og ber því (og berst) mikið á, hafi aldrei verið betra að ala upp börn hér í Reykjavík en nú, í þeirri von, að þau verði dugandi fólk. En hitt væri ekki nema skrum, að geta þess eins, sem unga fólkið hér er öfundsvert af. Það er að sumu leyti illt hlutskipti, að vera alinn upp í lillum bæ, höfuðstað þjóðar, sem er hlulfallslega enn þá minni. Uinliverfið er fábreytt og fátæklegt, iiæði ytra og innra, kostirnir að njóta lífsins og mann- ast fáir. Eyðslusemi ísleudinga? sem oft er svo brosleg og kotungs- leg, kemur mest af því, að hér er svo fátt hægt að veita sér fyrir peningana. Og ýmiss konar óhóf i skoðunum, skemmtunum og sið- um keinur af sömu fátæktinni. Mér virðist æskulýður sumra stærri bæja vera hófsamari í skoð- unum, af því að hann er fjöl- menntaðri, ekki eins sólginn i skemmtanir, af því að honum leiðist minna hversdagslega, og vandfýsnari í nautnum, af því að úr meira er að velja. Það verður erfitt fvrir Reykvikinga að kom- ast nokkurn tíma út yfir þau tak- mörk, sem smábærinn setur. En fyrsta skilyrðið er þó, að þeir geri sér grein fyrir þeim. Sigurður Nordal. VII. Allir menn eru undnir úr tveim þáttum: upplagi og upp- eldi, og oft er vant að sjá, hvort má sín meira um þroska þeirra og hamingju. Um uppeldið ráða mestu heimilin og umhverfið. Heimilin móta unglingana hvert með sínum hætti, umhverfið gef- ur þeim sameiginlegan svip. — Ungt fólk tel ég þá kynslóð, sem tekið hefir þroska sinn eftir stríðið, og það er vafalaust líkt að eðlisfari og eldri kynslóðirn- ar, en ]iað hefir vaxið upp við ömmr lcjör og ber þess merki. — Unga fólkið i Reykjavík hefir alizt upj) á lieimilum, sem hafa glalað nokkru af áhrifum sínum fyrir híóum og kaffihúsum. Það liefir alizt upp i útnesjaþorpi, sem er að breytasl i evrópiska liorg og tekst það ekki sem bezt. Það hefir alizt upp hjá þjóð, sem

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.