Dvöl - 21.01.1934, Qupperneq 18

Dvöl - 21.01.1934, Qupperneq 18
16 D V ö L 21. jan. 1934 kallaður stóri Eggert, og ekki fyr- ir vaxtar sakir, því sagt er, að trauðla væri hann meðalmaður á hæð. Um hann var þetta kveðið: Stórlátlegur stórhöfðingjum, af stórum kominn lýð, stóri Eggert á Stóru-ökrum i stóru Blönduhlið. Eggert átti Steinunni dóttur Þorvaldar á Reykjum í Tungu- sveit, Jónssonar sýslumanns á Reykjum, sonar Egils Jónssonar og Guðrúnar Þorleifsdóttur lög- manns Pálssonar á Skarði á Skarðsströnd. Börn Eggerts og Steinunnar voru Jón, og Ragn- heiður, er ekki giftist og bjó á Reykjum. Það var um sumarið, 27. ágúst 1656, að Eggert kom af Skaga með viðarlest. Reið hann þá undan lest sinni að Bakka í Vallhólmi. Regnskúrir voru á um daginn. Dvaldi hann litla hrið á Bakka og var litið ölvaður. Reið hann þaðan og með honurn sonur hans .Tón, 13 vetra sveinn, að kvöldi um mjaltir, og að Jökulsá, er og kallast Héraðsvötn, er þá var vaxin mjög og ófær, en þó reið Eggert á þau og sveinninn þar Akuroddavað kallaðist, og yfir sjálf vötnin tókst þeim að láta synda, en í sandkvíslinni gegn ökrum sökk hesturinn í sand- kviku undir Eggert og drukknaði hann, en er sveinninn sá það, fleygði liann sér af hestinum og fleyttist sejn nauðlegast upp á hakkann. Segir Halldór Þorbergs- son i Annál sínum, að hann næði í grasið, en Gunnlaugur prestur í Vallliolti, að þetta væri miðviku- dag og stormur með döggu gengi allan daginn. Sá sveinninn það þá síðast til föður síns, að hon- um skaut upp og fórnaði þá upp hendi með andvarpi, og hvarf þegar aftur. Fórst þar hestur hans, en sá, er sveinninn reið, komst á land. Sveinninn hafði og mjög drukkið en hresstist þó brátt. En Eggert fannst degi síðar út gegnt Miðgrund á sandinum vestan til, og hestur hans skammt frá honum. Ætla menn því, að lengi yrði hann ekki við hestinn viðskila. Var hann fluttur fram til Reykja og þar jarðsettur næsta sunnudag eftir og drukkið erfi hans. Voru í þvi Benedikt sýslu- maður Halldórsson, 7 prestar og full 200 manna. Eggert hafði þrjá vetur um fimmtugt, er hann lézt. Þá var Ragnheiður dóttir hans 17 vetra. Hann var vitur maður, vel lögfróður og ráðhollur kall- aður. Auðugur var hann að föstu og lausu; átti hann í jörðum Stóru-Akri og Minni-Akri, Brekkukot, Lýtingsstaði, Steins- staði, Þorsteinsstaði, Merkigarð og Kollgröf, en kona hans átti Reyki í Tungusveit. Frh. 1 síðasta Hefti Dvalar hefir ínisprentast á 2. bls., fremsta dálki, í 10. línu að ofan: þær, á að vera: þor. Prmitsmiðjan Acta.

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.