Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 3

Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 3
9. dcs> 1934 D .V Ö L 3 Sæfinnur með sextán skó Eftir Gunnar Gunnarsson Sæfinnur kora til Reykjavíkur á bczta aldri. Guð má vita, hvað- an hann kom. Hann var hár mað- ur og laglegur rneð svart alskegg, þögull og virðulegur. Þó skein alltaf í gegn um svarta skeggið hans ofurlítið bros, þungt og hugs- andi. Ilann yiti ekki á nokkurn mann, en hélt leiðar sinnar inn í bæinn, og gaf nánar gætur að öllu, sem fyrir augun bar. Margir veittu honum othygli, því hann var tölu- vert frábrugðinn öðru fólki. Blái, síði frakkinn hans var bundinn saman um mittið með snæri, og á fótunum hafði hann ótal skó. Auk þess bar hann stóran poka á bakinu. Þetta var í þá daga, þegar hinir svo kölluðu vatnskarlar og vatns- kerlingar voru í Reykjavík, en svo var það fólk nefnt, sem hafði það að atvinnu, að bera vatn úr bæjarbrunnunum í húsin. Var það sundurleitur og einkennilegur hóp- ur. Sæfinnur lagði pokann af sér i grasið í nánd við einn brunninn, settiat niður á hann og fór að nthuga starfsemi vatnsberanna. Ilér var raargt að læra, mikið að sjá og hcyra. En ekki dugði að láta hérstað- ar numið. Sæfinnur hélt áfram þangað til hann kom að Glasgow. Gla8gow var verzlun> sú stærata, sem Sæfinnur hafði séð um dag- ana, hvorki meira né minna en stærðar hús, sem var allt ein ein- asta búð og sem hufði að geyma alla þá vöru, sem fólk hafði þörf fyrir. Enn fremur tilheyrðu verzl- uninni ýms önnur liús, því upp- haflega hafði ekki aðeins verið byggt fyrir verzlunina, heldur einnig verksmiðju fyrir niðursuðu á laxi, þar sem vinna átti fjöldi fólks. Og handa öllu starfsfólkinu var svo byggð geysilöng röð af náðhúsum. En svo kom aldrei neinn laxinn og þá auðvitað ekk- ert fólk lieldur. Og þarna stóðu nú kamrarnir ónotaðir og komu eng- um að gagni. Þegar Sæfinnur hafði gengið nokkrum sinnum fram og aftur meðfram kömrunum, litið inn um hverjar dyr og athugað hvern klefa nákvæmlega að innan, byrj- aði hann tafarlaust að brjóta niður vegginn milli tveggja klefanna og gera úr þeim vistarveru handa sjálfum sér. Kaupmaðurinn kom að honum meðan á þessu stóð, leit á hann forviða og sagði: — Hvað ert þú að gera hér, maður? Sæfinnur kom aftur á bak út úr kamrinum, rétti úr sér og sagði virðulega: — Ég er að koma mór fyrir.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.