Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 4

Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 4
4 D V Ö L 9. dcs. 1934 — Sjáum til, sagði kaupmaður- inn, blístraði glaðlega og hélt leiðar sinnar. Daginn eftir voru Sæfinni af- hentar tvær nýjar skínandi vatns- fötur í búðinni með tilheyrandi grind, krókum og kaðli, gegn því skilyrði, að hann sækti vatn fyrir verzlunina og hús kauptnannsins í eitt ár, og bæri móinn inn úr eldiviðarhúsinu jafnóðum og þörf gerðist. Þannig atvikaðist þnð, að Sæ- finnur varð vatnsberi. Nú var að- alatriðið fyrir hann að fá að sækja vatn fyrir svo mörg hús, að hann gæti lifað af því og lagt dálítið fyrir til elliáranna. Og Sæfinnur fékk brátt svo mörg hús, sem hann gat komizt yfir. Þessi hægláti mað- ur, sem talaði svo rólega og vel yfirvegað, og sagði aldrei nokkurt ónauðsynlegt orð, varð alls staðar vel séður, hvar setn hann kom. Auk þeirrar ákveðnu þóknunar, sem hann fékk fyrir að bera að vatn og mó, gáfu margir honum kaffi, aðrir eina og eina máltíð, og kæmi það fyrir, að hann fengi ekki neitt — ja, þá var liann bara matarlaus þann daginn, og á þann hátt gat hann lagt fyrir hvern eyri, sem hann innvann sér. Sæfinnur var nefnilega þann- ig gerður, hann hafði þá innri þörf að leggja fyrir. Honum var ómögulegt að eyða peningum. Peningar voru til þess að geyma þá, að eyða þeim fannst honum óhófleg eyðslusemi. í klæðaburði var hann ámóta sparsamur. Allt, sem hann þarfn- aðist, tfndi hann úr ösku- og ruslahaugum bæjarins. Innanund- ir bláa frakkanum, sem hann fór aldrei úr, var hann í einum btix- um og mörgum vestum, sem fjölg- aði og fækkaði eftir árstíðum og veðurfari. Skófatnaðinn fékk hann á sama hátt. En'da þótt hann væri kallaður „Sæfinnur með sex- tán skóu, vegna hins einkenni- lega fótabragðs, þá gátu það tæp- lega heitið skór, sern hann notaði. Það voru eintómar sundurrifnar druslur. En þegar sextán af þess- um skóritjum komu á hvorn fót, og svo garnall brauöbakki úr tré undir, til þess að halda þessu öllu saman og gera honum léttnra um gang, þá var óhætt sð full- yrða, að enginn í bænum tók hon- um fram ! þeim sökum. Þess vegna festist nafnið við hann, svo að hann var aldrei kallaður annað en „Sæfinnur með sextán skó“. Götudrengirnir höfðu líka sett saman þemia vísuhelming um hann: „Sæfinnur mcð sextán skó sækir vatn og ber inn mó.u Þeir gengu í hópum á eftir hon- um um göturnar og sungu vísu- partinn, en þó eiginlega í mesta bróðerni og aðeins þegar þeir höfðu ekki annað að taka sér fyrir hendur. Sæfinnuv lét ekki egna sig upp, hvorki af urigurrt eða gömlum, þess vegna höfðu.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.