Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 6

Dvöl - 09.12.1934, Blaðsíða 6
6 9. des. 1934 E> V hans lifðu óljósar endurminningar um hetjur í fjarlægum frægðar- ljóma, sem sigldu yfir höfin, og riddara, sem ferðuðust um löndin. Á einum stað í hrúgunni hans lá rauð tuska, sem haun hafði hirt við einhverjar húsdyrnar. Marga ferðina hafði hann siglt yfir græn og blá höf með þessu glitrandi silkisegli í sólskini og þjótandi byr. Hann sá gul og græn lönd í sól- skini, eða [þá grá og skuggaleg í gegnum flöskubrotin sín. Sólar- löndin voru ánægjulegri, en þó þreytandi til lengdar. Þá skipti hann um, tók dekkra gler til að horfa í gegnum og gat hann þá jafnvel horfst í augu við dreka og jötna. Sæfinnur átti líka spegilsbrot. Þau voru eins og djúp vötn, sem hann kafaði niður til botns og sá þá hverja undrasýnina eftir aðra. Sæfinnur var giftur og átti börn — í speglinum. Þar inni sá hann konuna sína ganga um, þögla og virðulega, alveg eins og hann var sjálfur, þar sá hann börnin þeirra vaxa upp. Það þurfti ekki svo litla hug- vitsemi og umhyggju til þess að geta séð fjölskyldunni fyrir öllum nauðsynjum, sem hún þarfnaðist. Og það var ekki aðeins i hug- myndaheimi sínum, sem Sæflnnur sá fjölskyldunni farborða. Allt, sem honum fannst hin ímyr.daða kona hans þyrfti að nota, var hann sjálfur raunverulega að vinna fyr- ö L ir á daginn, með því að bera inn vatn og mó. Stórviðburður í lífi Sæflnna, mátti það heita, þegar hann fann haus- kúpu af hundi í fjðrunni einn góð- an veðurdag. Ilann hafði farið þang- að niður eftir til þess að leita að skeljum og fjörusteinum. Skeljarn- ar og steinarnir glitruðu í öllum regnbogans litum, — var ekki hugsanlegt að þau hefðu að geyma gull, silfur eða önnur verðmæt efni? Sæfinnur trúði því — oð minnsta kosti fannst honum sjálf- sagt að safna þeim. En svo fann hann hauskúpuna af hundinum alveg óvænt, og hún var svo vingjarnleg og aðlaðandi og brosti til hans með öllum tann- garðinum. Ilún minnti Sæfinn á hund, sem^hann hafði einu sinni þekkt og hét Vígi, ja, liún meira en minnti hann á hundinn — nann þekkti hann hér aftur. Sæ- finnur var áreiðanlega maður til þess að þekkja Víga sinn aftur, hvort sem hann hitti hann lifandi eða dauðan. Sæfinnur stakk haus- kúpunni í vasa sinn og fór með hana heim. Um kvöldið lá hann á hrúgunni sinni ánægðari en hann bafði nokkuðn tíma verið og tal- aði við hinn nýja vin sinn, strauk honum aftur yflr ennið eins og hann hafði gert meðan hann var lifandi, og kyssti hann á trýnið. Sæfinnur fann það nú, hve oft hann hafði verið einmana áður,

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.