Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 5

Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 5
D V Ö L 5 16. íles. 1034 nema þetta viðbjóðslega auga, og ósjálfrátt hafði ég beint geislan- um á það. Það sem ég hefi nú sagt yður er ekki vitfirrmg, heldur orsak- ast það beint af alltof skörpum og viðkvæmum skilningarvitum, eins og þér skuluð nú fá að heyra. Mér barst til eyrna dimmt, hálfkæft og reglubundið hljóð. Það var eins og þegar klukka er vafin inn í baðmull. Ég heyrði að þetta var hjartsláttur gamla mannsins, og hann hvatti mig áfram eins og trumbuslögin hermanninn. Samt stillti ég mig. Ég hélt niðri í mér andanum og gætti þess að halda ljósgeislanum á auganu. Hjartslátturinn varð hærri og hærri, hraðari og hrað- ari. Ótti gamla mannsins hlýtur að hafa verið óskaplegur. Á hverri mínútu jókst hjartslátt- urinn. Takið þér nú eftir. Ég hefi sagt yður, að ég sé taugaveiklaður, og ég er það. Þessi hjartsláttur, sem rauf þögnina í húsinu, fyllti mig skelfingu, sem ekki er hægt uð lýsa. Ég þvingaði mig til að halda kyrru fyrir nokkrar mín- ntur, en þá datt mér annað í hug. Setjum svo að einhver ná- eranninn heyrði hjartsláttinn. Það var nóg. Nú var stundin komin. Með ægilegu öskri ruddist ég í herbergið, með logandi skriðljósið í hendinni. — Gamli maðurinn rak upp vein, aðeins eitt vein. í sömu andránni reif ég hann fram úr rúminu, kastaði honum á gólfið og dyngdi ofan á hann sængurfötunum. Ég brosti af því hvað mér gekk vel. í nokkrar mínútur hélt hjartað á- fram að slá, en það var mér sama um. Það gat ekki heyrst út. Loks- ins hætti það þó. Gamli maður- inn var steindauður. Ég lagði hendina yfir hjarta hans en það sló ekki lengur. Nú kvaldi auga hans mig ekki framar. Ef þér haldið enn, að ég sé vitskertur, þá munuð þér komast af þeirri skoðun, þegar ég segi yður hve kænlega ég faldi líkið. Það var farið að líða á nóttina, svo að ég varð að hafa hraðann á. Ég skar höfuðið af líkinu og síð- an bæði hendur og fætur. Síðan braut ég upp borð í gólfinu og tróð líkinu niður um glufuna. Að því loknu lagði ég borðin svo vel yfir aftur að ekk- ert mannlegt auga, ekki einu sinni hans auga, hefði séð nokk- urt missmíði á. Á gólfinu var enginn blóðblettur eða neitt sem þurfti að þvo af. Ég hafði farið varlega. Klukkan 4 hafði ég lokið þess- um störfum og þá var enn dimmt af nóttu. Einmitt í því að klukk- an sló, var drepið á dyr. Glaður í anda gekk ég til dyra og opn- aði — ég þurfti ekkert að óttast.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.