Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 6

Dvöl - 16.12.1934, Blaðsíða 6
D V Ö t 16.-. de$. tl03-i fi . KomumennirnÍT- voru 3 lög- regluþjónar. Einn nágranninn hafði heyrt óp um nóttina og það hafði vakið grun hans um, að eitthvert ódæði hefði verið ftamið, svo að lögreglan hafði verið kvödd á vettvang til að ránnsaka húsið. Ég brosti — var alveg ótta- iaus. Bauð lögregluþjónana vel- komna og sagði, að það hefði líklega verið ég, sem hefði æpt í Svefni. Ég bætti því við, að gamli maðurinn hefði farið út í sveit, og síðan gekk ég með mönnunum um allt húsið. Ég bað þá blessaða að gæta nú vel að öllu. Að lokum fór ég með þá inn í herbergi gamla mannsins, og sýndi þeim eigur hans, sem voru allar í röð og reglu. Svo full- komlega öruggur var ég, að ég sótti stóla og bað þá að hvíla sig eftir erfiðið. Sjálfur var ég svo fífldjarfur, að ég setti stól minn þannig, að ég sat beint uppi yfir líkinu af fórnarlambi mínu. Lögregluþjónarnir voru á- nægðir. Framkoma mín hafði svift þá öllum grun. Mér leið ágætlega. Við sátum þarna og skröfuðum saman í bróðerni um alla heima og geima. En eftir ofurlitla stund fann ég, að ég fölnaði, og ég óskaði í huga mínum, að þeir færu. Mér var illt í höfði og það hljómaði og söng fyrir eyrunum á mér. Lögreglu- þjónarnir sátu sem fastast. Þessi hljómur óx stöðugt og varð greinilegri. Ég talaði af kappi, til að losna við þessa tilfinningu, en ég heyrði hann alltaf betur og betur, og gat loks skýrgreint hann. Ég hefi eflaust náfölnað, — og ég fór að tala hraðar og brýndi raustina. Hljóðið hækk- aði í sífellu, hvað átti ég að gera? Það var dimmt, hálfkæft og reglubundið hljóð, eins og heyrist í klukku, sem vafin er í baðmull. Ég tók andköf. Lög- regluþjónarnir höfðu víst ekkert heyrt ennþá. Ég talaði og hvessti röddina, en ekkert dugði. Hljóð- ið varð yfirsterkara. Ég þaut á fætur og hélt áfram að tala með hárri röddu og ofsalegu látæði, en hljóðið óx í sífellu. Hvers vegna fóru þeir ekki. Ég stikaði fram og aftur um gólfið, eins og ég væri bálreiður af einhverju, sem lögregluþjóparnir hefðu sagt, en alltaf óx hljóðið. Drott- inn minn almáttugpr hvað átti ég að gera? Ég froðufelldi, skamm- aðist og formælti. Ég tók stól- inn, sem ég hafði setið á og svifti honum til og gerði eins mikinn hávaða og ég gat. Þetta djöfullega hljóð yfirgnæfði og varð hærra — hærra — hærra. Lögregluþjónarnir héldu á- fram að skrafa og gera að gamni sínu. Gat það verið, að þe:r hefðu ekkert heyrt. Drottinn minn!

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.