Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 2

Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 2
2 17. febr. 1835 D V O L Vahabittar A aíðastliðnu vori var háð stríð í Arabíu milli konungsins í Jemen og Ibn Saud, konungsins í Nedjd- Hedjas. Lauk því svo að Ibn Saud hafði betur og fékk kröfum sínum fullnægt. Ibn Saud er höfðingi Vahabitt- anna, herskáasta kynflokksins í Arabíu, og er hann talinn einhver slyngasti foringi, sem Vahabittarnir - hafa nokkuru sinni átt. Hann tók við ríkinu Nedjd, en 1924 lenti í ófriði mili hans og konungsins í Hedjas, er lauk þannig að Ibn Saud lagði Hedjas undir sig og sameinaði bæði ríkin. Síðan hefir hann aukið land sitt og hefir orðið yfir víð- lendara ríki að ráða en forfeður hans flestir. Ibn Saud nefir auk hermennsk- unnar, sýnt mikla stjórnkænsku, einkum í sambúðinni við Englend- inga. Þó er Vahabittunum illa við erlendar þjóðir og vilja halda kyni sínu óblönduðu. Þeir eru grann- vaxnir, meðalmenn á hæð, hold- skarpir, langhöfðaðir, brúnir á hör- und og eru heldur dekkri á sumr- in. Hárið er hrafnsvart, skeggvöxt,- urinn lítill. Nefið er bogið og aug- un dökk og leiftrandi. Vahabittarnir eru flestir hirð- ingjar og reika fram og aftur um eyðilendur Arabíu. Sauðfjárrækt er aðalatvinnugrein þeirra. Ulfalda nota þeir mest til ferðalaga. Nokk- uð hafa þeir af hestum, og leggja mikla alúð við kynrækt þeirra, halda ættartöluskrár um þá, enda er arabisku hestunum jafnan við- brugðið. — Nokkrir Vahabittar lifa á því að fylgja verzlunarleiðöngr- um og ferðamönnum um landið, aðrir á því að ráðast á og ræna ferðalangana. Kynflokknum er deilt niður í ættir. Foringi hverrar ættar er sheikinn. Hver ætt hefir ákveðið land til umráða, og er það venju- lega ekki allt á sama stað, nokk- ur hlutinn á strandsléttunni og hitt inn á hálendinu. Við vegina á milli þessara staða eru blettir, þar sem fleiri ættflokkum er leyfilegt að beita skepnum sinum á ferðalag- inu, en annars er óheimilt að fara inn á land annars ættflokks með búpening. Vatnið er mjög dýrmætt og liggur þung refsing við að nota brunn annars ættflokks. Á mestu þurkatímum ársins, dreyfir ættin sér í smáflokka, til að nota landið sem bezt. Annars reynir hún að halda sem mest saman. Vahabittarnir eru Múhammeðs- trúar. Þeir eru herskáir og grimm ir og fljótir að grípa til vopna. Vopn þeirra eru sverð, spjót og byssa. Þeim er illa við Evrópu- menninguna og lialda fast við garnla siði. Um þá er sagt, að þeir séu plága hinna búföstu íbúa og þrösk- uldur fyrir menninguna.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.