Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 15

Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 15
17. febr. 1935 D V Ö L 15 verðgildi. Indíáninn lætur vænan lax fyrir eitt tóbaksblað, og hann tyggur tóbakið lengi, lengi. Tóbaks- lögurinn er dýrmætur. Þegar hann líður niður kok Indíánans, lifnar hann allur innan af ánægju. En hvíti maðurinn! Þegar munnur hans er orðinn fullur af tóbakslög, hvað gerir hann þá? Tóbakslögn- um, — þessu hnossi — spýtir hann út úr sér og ofan í snjóinn, og þar verður hann svo ónýtur. Þykir honum mikið varið í tóbak? Ég veit það ekki. En ef honum þykir það gott, þvi hrækir hann þá út úr sér því sem bezt og dýrmætast er í því og lætur það verða ónýtt í snjónum. Það er undarlegt og sýnir mikið skilningsleysi. Hann þagnaði og fór að totta pipuna, en fann að dautt var í henni. Ilann rétti þá pípuna til. %llu, sem brosti að þeirri heimsku hvíta mannsins að hrækja út úr 8ér tóbakslögnum, en það bros hvarf, er hún fór að kveikja í P'punni. Ebbit var nú auðsjáanlega í þann veginn að hníga aftur í ellimókið og deyfðina, og það áður en ég fengi að vita það er mér lék mestur liugur á, og því spurði ég hann: — En hvað varð af sonum þín hrn, þeim Moklau og Bidarshik? Övernig stendur á því, að þig og gömlu konuna þína skortir svo ölfinnanlega kjöt nú í elli ykkar? Hann hrökk saman, eins og hann vuknaði skyndilega. Svo sagði hann: Það er rangl að stela. Þegar hundur stelur kjöti, þá ber maður hundinn með priki. Þetta eru lög, þau er maðurinn hefir sett hund- inum, og hundurinn verður að láta af kjötstuldinum eða þola högg af prikinu. En þegar maður stelur frá öðrum, kjöti hans, bát eða konu, þá er sá maður veginn. Það eru lög, og það góð, Það er rangt að stela, og því mæla lögin svo fyrir, að hver sem það gerir skuli deyja. Hver sem brýtur lögin verð- ur að þola hegningu fyrir brot sitt. En það er sárt að deyja. — En úr því þið drepið menn þá er stela, því farið þið þá ekki eins að við hundinn? sagði ég. J; Ebbit gamli glápti á mig orð- laus af undrun, en Zilla hló háðs- lega að þessari heimskulegu spurn- ingu. — Það er nú háttur hvíta manns- ins, sagði Ebbit loks rólega. — Það er heimska hvíta manns- ins, sagði Zilla áköf. — Vill ekki Ebbit gamli segja mér hvernig þessu er varið, svo ég verði sannfróður um þessa hluti? sagði ég vingjarnlega. — Hundurinn fær að lifa, af því hann dregur sleðann fyrir mann, Enginn maður ekur annars sleða, og því er maðurinn veginn. — Já, eimitt, svaraði ég. — Já, svona, eru nú lögin, hélt Ebbit áfram. En hlusta þú nú, ó, þú hvíti maður á orð mín, því nú mun eg segja þér frá heimskulegu athæíi. Indíáni einn, hann hét Mo-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.