Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 6

Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 6
6 D V Ö L 17. febr. 1035 og eg get ekki gert mér grein fyrir því hvað það tók langan tíina, en það var líkast því að einhverjar tengur væru að reyna að klípa í fötin — og loks fengu þær hald á miðju baki. Það brakaði í frosn- um flíkunum, og svo hófst eg' á loft, — ekki hátt, en eg hófst á loft og svo barst eg áfram“. Við horfðum nú allir hugfangn- ir á Hallgrím, og þaðjjVar rheira að segja undrun í svipnum á Jóni. Hallgrírnur'þagði urn stund. „Það var víst skritin sjón“, sagði hann ákaflega hægt og endurtók svo orðin. „Það var víst skrítin sjón, sem fólkið á Heiðartúni sá, þegar Skjóni kom sunnan brekkurnar með eig- andann meðvitundarlausan í kjaft- inum“. JónHaut skyndilega áfram. „í hvað?“ sagði hann og lagði áherslu á síðasta orðið. „1 kjaftinum11, sagði Hallgrímur og brosti ljúfmannlega. Jón rétti sig í söðlinum. Hann spítti stórlega og svipurínn varð fullur af þrjósku. „Þetta er nú bara Iýgi“, sagði hann svo, og það var mikill og ákveðinn þróttur í lrverju orði. Okkur varð víst öllum hverft við, en Hallgrími þó mest. Það komu rauðir dílar í andlit hans, og í fyrstu var ekki gott að sjá hvort hann var heldur ákaflega reiður, eða ákaflega særður. Hann hreyfði varirnar eins og hann ætl- aði að segja eitthvað, en það kom ekkert hljóð. Það var eins og ein- hver erfið skynjun væri að brjót- ast um í höfði hans, einhver tor- veld gáta, sem hann væri að reyna að ráða, — og loksins tækist. A andlitið kom svipur undrunar og hræðslu og það var líkast því að hann sæi eitthvað, sem hann hefði aldrei séð fyr en á þessari sturrdu. Svo hrundi hann saman. Axl- irnar sigu fram og niður og hak- an féll niður á bringu. Það var eins og hann yrði allt í einu svo lítill og visinn. / Þá datt mér svona snöggvast í hug, hvort hann hefði nú ekki allt í einu séð þennan aragrúa af lyga- sögum, sem hann hafði stráð yfir farnar leiðir, — þessa furðulegu hugaróra, sem eiginlega höfðu ver- ið uppistaðan í öllu hans lífi. — Og svo var þetta bara lýgi. — Eg held að Hallgrímur hafi al- drei náð sér eftir þetta. Hann var gjörbreyttur maður. Eldurinn hafði kulnað út í sál hans. Þrótturinn og öryggið sem lygasögurnar virt- ust tendra í brjósti hans var nú þorrið. — Nú á Hallgrímur aðeins sína sögu. Sögu, sem flestum sem þektu hann virðist deginum Ijósari, og enginn þeirra efast um sannleiks- gildi hennar. Hún er um skrítinn karl, sem hafði þann kynlega sið að vera öllum stundum að segja lygasögur, sem enginn trúði. En nú er Iíallgrimur og lyga- sögurnar gleymdar og þá er sagan búin. —

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.