Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 4

Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 4
i D V Ö L 17. t'ebr. 1935 að látasi trúa öllu Bem hann sagði, hversu frálejtt sem það var. Eg veit ekki hvort það stafaði heldur af hugleysi eða misskilinni nær- gætni, eða þá að það var sögu- stíllinn og persónan, sem hafði þetta vald á áheyrendunum. En svona var það. Sögurnar gerðu Hallgrím vold- ugan og stóran. Minnsta kosti í eigin augum. Þögull var hann og áhrifalaus væskill, bjúgur í herð- um og með höku við barm. En þegar hann hóf sögurnar var eins og hann stækkaði og margfaldað- ist. Hann rétti þá úr sér og brjóst- kassinn þandist út, en andlitið varð breitt og stórt af voldugu brosi. — — Eg fór einu sinní í göng- ur með Hallgrími, og eg miniiist lengi þess atviks, sem þá kom fyrir. Hallgrímur var elsti maðurinn í hópnum, því við hinir vorum allir unglingar, að Jóni undanskildum, sem var utansveitarmaður, en hafðí verið í kaupavinnu þar í sveitinni seinni hluta sumarsins. Við vildum ekki byrja á því að þreyta hestana og fórum. því ró- lega. Veðrið var gott og tíminn nægur. Við, sem þekktum Hallgrím, vi8sum náttúrlega hvers var von, enda lét hann ekki á sér standa. Hann lyftist dálítið í söðlinnm og horfði yfir hópinn, eins og til þess að sjá hvort allir væru í viðun- andi nálægð. „Þegar eg kem hingað á þessar slóðir, dettur mér i hug atvik, sem gerðist fyrir þrjátíu árum“, sagðí hann og brosti raeð fyrirmannlegu lítillæti. Það var alveg sérstök fullvissa og rósemd sem hvíldi á bak við þetta bros, og um leið var það eins og sögumaðurinn hyrfi inn í land fortíðarinnar og frásög- unnar og ailur svipurinn virtist gefa til kynna að hér væri aðeins um sannleikann að ræða, og ekk- ert nema sannleikann. „Eg var hér lika í sömu erind- um og nú, en munurinn var bara " sa, að eg var dálítið yngri, og svo var eg náttúrlega á öðrum reið- skjóta. Það var gráskjóltur foli, sem ég átti lengi. Ég keypti hann trippi af hestaprangara vestan úr Skaga- firði og hann hló að mér þegar ég valdi Skjóna. Ég sagði honum að koma eftir svona fjögur ár og hlæja þá ef honum þætti ástæða til. — Við sáumst samt ekki eftir það, en það var víst að þeir voru fáir, sem hlóu að Skjóna. Hér þagði Hallgrímur um stund, eins og hann vildi láta þessi síð- ustu orð sökkva djúpt í vitund okkar. Svo hélt hann áfram sög- unni, Hún var löng og flókin og lengi vel varð ekki séð að hverju stefndi. Atburði sögunnar rakti hann þó skýrt og skilmerkilega. Hann þurfti að víbu oft að stansa, en áreiðanlega ekki til að hugsa sig um. Hann virtist gera þa& miklu frekar til að draga einhvern dularfullan kraft úr eftirtekt áheyr-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.