Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 14

Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 14
u D V Ö L 17. feor. 1935 í ellinm, og að við verðum að híma hér í kuldanum tóbakslaus ! — Nei, svaraði Ebbit alvarlega og með áherzlu. Ranglæti heflr verið framið gagnvart okkur — það er víst og satt, — en það hef- ir hviti maðurinn ekki gjört vilj- andi. — Hvar er Moklau? spurði hún, Hvar er Moklau djarfi, sonur þinn, og allur fiskurinn sem hann var svo laginn að veiða, að við liðum aldrei hungur? öldungurinn hristi höfuðið þegj- andi. — Og hvar er Bidarshik sterki, sonur þinn, veiðimaðurinn mikli, hann sem ætíð færði þér nýrmörv- ana og mjúkar, gómsætar tungur, bæði úr elg og hreindýrum. Nú lítum við þetta aldrei, nei aldrei. Maginn er tómur, alltaf tómur, og maðurinn sem nú gaf þér að eta, hann er einn af hinum illa, lygna, hvíta kynflokki. — Nei, tók Ebbit fram í, hvíti kynþátturinn er ekki lygagjarn. Hvíti maðrrinn talar satt. Ætíð segir hvíti maðurinn sannleikann. Hann þagnaði snöggvast, eins og til að leita að orðum er gætu mildað hinn harða dóm, er var í aðsigi hjá honum. En hvíti mað- urinn segir sannleikann á ýmsan hátt, í dag svona, á morgun öðru- vísi, og það er ekki á okkar færi að skilja hann eða háttu hans. — En það — að segja öðruvísi satt í dag en á morgun — er að ljúga, sagði Zilla ákveðin. ' — Það er okkur ofvaxið að skilja háttu hvíta mannsins, svaraði Ebbit þrákelknislega. Það var svo að sjá sem steikin, teið og tóbakið hefðu vakið öld- unginn til nýs lífs og hann náði nú fastari t.ökum á hugsununum, sem dottuðu bak við hálfstirðnuð augun. Hann rétti dálítið úr sér, röddin, sem áður var væluleg og önug, varð nú sterk og hljómmikil. Hann snéri sér að mér djarflega, og talaði nú til mín sem væri ég jafningi hans. — Hvíti maðurinn hefir eigi aftur augun, sagði hann nú. Hvíti maðurinn sér alla hluti, býr yfir miklu og er mjög hygginn. En hvíti maðurinn er ekki sá sami í dag og í gær, og það er okkur ó- skiljanlegt. Sama verkið vinnur hann öðruvísi á morgun en í dag, og við getum aldrei vitað fyrir- irfram, hvernig hann muni haga sér. Indíáninn fer ávalt eins að. Og ætíð kemur elgurinn niður úr fjöllunum, þegar haustar, og laxinn í árnar, þegar ísa leysir á vorin. Allir hlutir fara ávalt eins að, og Indíáninn þekkir það og skilur. Það er bara hvíti maðurinn, sem hegðar sér mismunandi þótt kring- umstæður séu hinar sömu og það er einmitt þetta, sem Indíáninn þekkir ekki né skilur- Tóbak er gott, mjög gott. Það er fæða fyrir svangan mann, það gjörir sterkan mann enn sterkari, og lætur reiðan mann gleyma reiði sinni. Það hefir og mikið

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.