Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 12

Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 12
1Z D V Ö L 17. íebr. 1935 Óskiljanlegt Eftir Jack London — Má ég ekki elda kvöldmatinn minn hér hjá ykkur og fæ ég ekki líka að sofa hér inni í nótt, sagði ég er ég gekk inn í kofann hans Ebbits gamla, en hann leit á mig votum, sljóum, augum, en kveðja Zillu gömlu var gremjulegt tillit og fyrirlitiegt urr. — Zilla var kona Ebbits, og önuglyndari eða illkvitnari Indiánakerlingu en hana var eigi að finna í öllum Yukon — dalnum. Eg hefði heldur ekki náttað mig hjá þeim, ef hundarn- ir mínir hefðu komist lengra, eða einhverjir aðrir Indíánar verið heima í þorpinu. En þetta var eini byggði kofinn, og því átti ég eigi annars úrkosta en leita mér skjóls í honum. Ebbit gamli reyndi nú hvað eftir annað að hrista af sér deyfðina, og meðan ég matreiddi kvöldinatinn spurði hann mig oft mjög vingjarn- lega hvernig heilsa mín væri, hvað marga hunda ég liefði, hvað langt ég hefði farið um daginn o. s. frv. En Zilla virtist alltaf verða reiðari og reiðari og nauðið í henni að sama skapi fyrirlitlegra eftir þvi, sem tíminn leið. Ég gat nú sannarlega ekki láð þeim þetta því í raun °S veru var hagur þeirra alt annað en ánægju- legur. Þau sátu þarna við eldinn á fótum sér, bæði komin á grafar- bakkann, þjáð af ellilasleik, gigt og langvarandi skorti. Þar við bætt- ust svo reglulegar Tantalús kvalir, er þau liðu, er steikarlyktin frá pönnunni minni þar sem ég matreiddi mikið af elgskjöti — barst að vitum þeirra, því auðvitað voru þau bæði banhungruð. Þau réru fram og aftur hægt og von- leysislega, og við 5. hverja mín- útu stundi gamli maðurinn hægt og þungt, og svo dauðans þreytu- lega að engu tali tók. Þungi lifs- ins lá á honum með heljarfargi, en þó þjáði óttinn við dauðann hann langtum meir. Þar sem hann var, blasti við mér í öllum sínum ömurleik, harmleikur ellinnar, þeirrar elli, sem enga ánægju hefir af lífinu, en hefir þó eigi getað sætt sig við dauðann. Þegar kjötið fór að brúnast á pönnunni, tók eg eftir því að nasa- holurnar á Ebbit fóru að skjálfa, eins og á veiðihuudi, sem finnur lykt af dýri, Hann hætti um stund að róa fram og aftur, gleymdi að stynja, og eftirvæntingarglampi kom í augu hans. En Zilla réri þvi hraðara, og nú í fyrsta sinni braust gremja hennar fram í smá- um reiðigólum. Mér fannst ósjálf- rátt að þau hegðuðu sór líkt og hungraðir úlfar, og eg hefði alla ekki orðið hissa, þótt eg hefði

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.