Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 13

Dvöl - 17.02.1935, Blaðsíða 13
17- febr. 1935 D V Ö L 13 orðið þess var, að Zilla hefði skott. eða úlfsfætur. Ebbit umlaði lágt, hætti allt af annað-slagið að róa, til þess að beygja sig áfram í átt- ina til pönnunnar og nálgast sem Diest með skjálfandi nefið, þá dýrð- legu krás, sem þar var í smíðum. Eg gaf hverju þeirra kúfaðan disk af steik og þau rifu hana í eig græðgislega og með töluverð- um hávaða, því slitnar tennurnar glömruðu saman, þau smjöttuðu og umluðu, og auk þess heyrðist til þeirra annað slagið undarlegt soghljóð, sem ekki er gott að lýsa. En þegar eg gaf þeim svo líka sinn bollann hverju þeirra af sjóð- heitu tei, þá datt á dúnalogn, og ánægjusvipur kom á andlitin, jafn- vel djúpar, skorpnar hrukkurnar kring um munninn á Zillu minnk- uðu að mun, og hún stundi nú ánægjulega. Hvorugt þeirra réri dú lengur, og svo virtist, sem ró °g friður drottnaði í sálum þeirra. há komu og tár í augu Ebbits gamla, ljóst merki þess að hann fann sárt til eymdar sinnar. Svo féru þau að leita að tóbakspípum sinum, en það sýndi greinilega að þau höfðu lengi verið tóbakslaus; °g svo var löngun gamla manns- 'ds í það mikil, að hann missti aUa stjórn á sjálfum sér, gat ekki hveikt í pípunni sinni og loks varð eg að gera það fyrir hann. — Því eruð þið ein hér í þorp- 'DuV spurði eg. — Hafa veikindi Seysað hér og drepið þorpsbúa eða hvað er orðið af þeim? Ebbit gamli hristí höfuðið og sagði: — Nei, hérhafaengar stór- sóttir komið. En allir þorpsbúar eru farnir á dýraveiðar. Við ein erum of gömul, fætur vorir eru veikir, og við því eigi fær um að standa í jafn erfiðu etarfi og veið- ar og aksturBferðir eru. Því sitj- um við hér ein og teljum tímana þangað tii unga fólkið kemur aft- ur með kjöt — nóg kjöt. — Og ef unga fólkið kemur aftur með kjöt, hvað þá? spurði Zilla hvatvísiega. — Það getur vel komið með firn af kjöti, sagði Ebbit og það var vonarhljómur í röddinni. — Þó svo væri — með firn af kjötí', hélt hún áfram, hvaða þýð- ingu hefði það fyrir mig eða þig? Jú, við fáum ef til vill — nú tann- laus af elli — fáein bein til að naga. — En nýrnamörvarnir, nýr- un og tungurnar — það lendir hjá öðrum en mér eða þér. Ebbit hneigði höfði og táraðist þegjandi. — Enginn veiðir handa okkur! hrópaði hún allt í einu öskuvond og sneri sér að mér. Augljós ákæra var á svip henn- ar öllum og tilburðum, en eg hristi höfuðið, eins og til að neita um alla hlutdeild í glæp þeim, er eg nú var sakaður um. — Vita skalt þú, hvíti maður, hélt hún áfram, að kynþáttur þinn — já allir hvítir menn — eiga sök á að okkur skortir kjöt

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.