Dvöl - 12.05.1935, Síða 5
12. maí 1935
D V
Ö L
5
Kristinn hrökk við! Hvað táknaði
þetta? Voru þetta ekki fagnaðar-
læti ? Jú, gat verið, að þau boðuðu
frægð hans feigð. Hann rétti ofur-
lítið úr sér og leit yfir fullskipuð
sætin. Augu hans mættu f jölda að-
dáunaraugnatillita. Hann svitnaði
meir en áður. Það var ekki um að
villast, það skein óblandin aðdáun
úr augum fjöldans. — öllu þessu
var hann nú að bægja frá sér.
Bráðlega gat hann búist við, að að-
dáunin væri orðin að gremju, —
ef til vill reiði. — Lófaklappið smá-
hljóðnaði. Kliður fór um salinn.
Boks kom þögn..Hann átti að rjúfa
bessa þögn, en það myndi verða á
annan hátt en hann hafði búist við
að yrði, fyrir fáum augnablikum.
Hann fann titring fara um sig.
Napur kuldi læstist um líkama
hans. Nú varð hann að tala. »Góðu
úhe.yrendur.« Hann þekkti varla
sína eigin rödd, hún var svo tóm-
leg 0g nístandi köld. »Góðir áheyr-
endur,« endurtók hann og reyndi
9ð ná valdi yfir rödd sinni. Hann
hikaði, því að honum heyrðist ein-
hver hvísla nafn sitt. Hann hlust-
aði. Jú, það var ekki um að vill-
9-st. Þetta var rödd Huldu. Hann
sneri sér við á leiksviðinu. Jú,
harna stóð hún brosandi. »Krist-
'Hn! Elsku vinur, aflýstu ekki
sÖngnum. Trúðu ekki því, sem Iog-
‘ð hefir verið um mig. Ég er ekk-
evt veik. Trúðu mér, vinur.
^yngdu, syngdu. Frægðin bíður,
eIsku vinur.«
Þessi orð fengu svo mikið á
Kristinn, að hann gerbreyttist á
fáum sekúndum. Augu hans tindr-
uðu af æskufjöri.
Hann sneri sér brosandi til á-
heyrendanna og sagði glaðlega:
»Góðir áheyrendur! Ég ætla að-
eins að skýra ykkur frá því, hvers
vegna ég hefi svo mörg íslenzk
smálög á söngskránni minni í
kvöld, Undanfarin ár hefi ég því
nær .eingöngu orðið að syngja er-
lend lög á erlendum tungum. En
þrá mín hefir verið sú, að mega
syngja eitthvað úr söngvasafni ís-
lenzku þjóðarinnar. Og smálögin
lýsa bezt allra laga innri hugsun-
um litlu þjóðarinnar. Ég vonast til
þess, að þér, áheyrendur góðir, mis-
virðið þetta eigi við mig. Ég hefi
leyft mér að bæta einu lagi við
á söngskrána. Það kemur sem
fyrsta lag á öðrum lið söngskrár-
innar. Lagið er »Largo« eftir
Hándel. En fögru söngvarnir okk-
ar þurfa eigi fyrir það að víkja.
Heill sé okkar hugnæmu söngv-
um.«
Dynjandi lófaklapp braust eins
og brimgnýr um salinn, þegar
Kristinn þagnaði — þessi síðustu
orð töluðu til tilfinninga hinna
söngelsku áheyrenda. — Kristinn
gekk að litlu dyrunum. »Komið
þér nú, Valdal,« sagði hann við að-
stoðarmann sinn. — Inni sá hann
Huldu standa. Augu .hennar ljóm-
uðu af aðdáun og ást. Gleðin hóf
sigurför í hjarta hans. —
Fyrstu tónarnir frá hljcðfærinu
liðu út í salinn. Bráðlega fylltu