Dvöl - 12.05.1935, Qupperneq 11

Dvöl - 12.05.1935, Qupperneq 11
12. mai 1935 D V Ö L 11 hans. Ef Merkúr rís á austurhimni, þá er hugsanalífið fjörugt og fljótt að taka ályktanir, hefur ástæður á reiðum höndum og getur oft og tíðum verið hnyttið í tilsvörum, hneigist til þekkingar í vísindum, hókmenntum og fræðslu ýmiskon- ar. Kæðumannshæfileikar koma . Ijós, einkum ef hann er í aðals- merki í 10. húsi. Venus. — Hann bendir á feguið og allt sem birtir mannlega prýði. Litur hans er hreinn dökkblár, málmur eir og dagur föstudagur. Er Venus pláneta fegurðar og ásta, ræður ástartilfinningu, trúlofun- um, giftingum, vináttuböndum, fé- lögum, skemmtunum og þegar hún hefur sterkar afstöður, vekur hún sterkar tilhneigingar til hljómlist- ar, söngs, dans og málaralistar o. íl Ef hún er nálægt sclrisumerki, hádegis-, sólseturs- eða miðnæturs- marki, er hún heillavænleg með til- liti til peningamála, velmegunar og á.lits. Venusarbörn geta náð góðu áliti og eru hamingjusöm. Lífsstöð- ur Venusar eru: söngur, hljómlist, málaralist, leiklist, ýmiskonar skreytingar, fatnaðargerð, ilm- vatna- og blómagerð, brjóstssyk- ursgerð o. fl. — Venus er sá, sem sameinar. Marz. — Er hann heitur, þurr, ófrjór. Litur hans er rautt, málm- ur járn, dagur þriðjudagur. — Líkamshlati hans er höfuðið, enni, nef, vinstra eyra og vöðvar. Hon- um teljast skurðlæknar, tannlækn- ar, efnafræðingar, hermenn, s:gl- ingamenn, þeir, sem verzla með járn og ýms eggjuð verkfæri, fall- byssumenn, smiðir, vélamenn, einn- ig allir þeir, sem vinna við eld, sýr- ur og eitur ýmiskonar, sterk efni, einkum sprengiefni; lögmenn telj- ast honum að nokkru leyti og þeir, sem taka þátt í opinberum umræð- um mála.. Er Marz pláneta fæð- ingar og dauða. 1 lítt þroskuðum manni teljast honum einnig allar lægri hvatir og óskir, en í þeim hærra þroski ðu birtast áhr'f hans í viljakrafti. Veikindi hans eru hitasóttir, bólgur, slys, skurðir, brunar o. þ. h. Júpíter er mjúkur, þur, frjóv- ur og heillaríkur. Er ,hann stund- um nefndur hin mikla gifta, en Venus hin rninni. Litur hans er ljósblár eða purpuri, málmur tin og dagur fimtudagur. Líkamshluti hans eru lærin og fæturnir, blóðið og lifrin. Teljast honum prestar allir og andlegrar stéttar menn, forstöðumenn trúarflokka og guðs- þakkarstofnanir allar, dómarar, prófessorar, bankamenn, fatasalar, skraddarar og allt sem stendur í nánu gambandi við flutninga á sjó, löng ferðalög og stórsölu. Veiki er stafar frá óhreinu blóði, lifrar- veiki, æðagallar . fl. þ. h. — Júpí- ter er sá, sem lyftir til æðra lífs. Satúrn táknar dómgreind og tak- mörkun.. Er hann sá, sem undir- okar. Hann er kaldur, þurr, ófrjór. — Er hann nefndur ógcefan mihla, en Marz hin minni. Litur hans er grænn, málmur blý, dagur laugar-

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.