Dvöl - 12.05.1935, Page 13

Dvöl - 12.05.1935, Page 13
12. maí 1935 D V Ö L 13 inn. Menn eru ekki á sama máli um það, hvort hann sé góður eða slæmur í áhrifum, en eitt er víst, að hann getur verið mjög örðugur þegar hann hefur slæmar afstöður til annara pláneta. Hann :stendur í sambandi við skyggni, yfirnátt- úrlega heyrn, miðilsgáfu og dá- svefn (trance), kristalslestur, drauma, innsæi o. þ. h. og hefur nokkur áhrif í sambandi við skáld- skap og listir. Stendur hann einnig í nánu sambandi við hinar lægri tilfinningar og leti, dáðleys:, drykkjuskap o. fl. — Neptún er hinn dularfulli. Plwtó. — Eins og vikið er að hér að framan, er hin nýja pláneta, Plútó, nýfundin og því lítið eða ekki rannsökuð frá sjörnuspeki- legu sjónarmiði. — Fer hún svo hægt, að mörg ár þarf til þess að athuga afstöður til hennar cg á- hrifasambönd myndast við hana. —Þó er þess getið til, að hún muni helzt standa í sambandi við allt það, sem í myrkrum er hulið og skjóta því við tækifæri upp á yfir- borðið, eins og til dæmis svik, laun- ráð og ýmsar yíirtroðslur, sem fyrst eru framdar í leyndum og koma eigi fyrir dagsins ljós fyrr en @ftir jafvel nokkuð langan tíma. Konan (við mann sinn, er kem- ur heim seint að nóttu): Iivað á þetta að þýða, að koma inn í svefnherbergi með regnhlíf yfir þér? M a ð u r i n n (talsvert ölvaður): — sjáðu til — ég — ég bjóst ð dembu. Hvíti drykkurinn. Því trúbi hið norræna kappakyn, þótt kallist það heimska nú t ab jötuninn Ýmir fékk einkavin i Auðhumlu, góbri kú. Hann kom ekki af akri með komin mörg né kjötföngin taldi hnykk. Úr Auðhumlu fékk hann alla björg, hinn eilifa, hvíta drykk. Vor fámenna þjóð við úthaf yzt á íslandi nam sér hgggð, og fyrr en hún þekkti kirkju og Krist við kýrnar hún festi tryggð. Svo þoldi hún alda þraut og fár og þjáningar augnahliks. Vor þjóð hefir lifað i þúsund ár á þrótti hins lwita drykks. Og komir þú enn i bóndans bœ, þá biður þin mjólk sem fyr. Við sveitamanns borð er etið œ hið islenzlca smjör og skyr. Og þrótturinn vex i manni og mey, ef mjólkin er feit og þykk. Og bóndinn fœr kúnni sitt bezta hey og blessar hijm hvíta drykk. Þvi meiri og betri sem mjólkin er, þvi meira er bóndans hrós. Og kaupstaðir fjölga kúm hjá sér og keppast um stœrri fjós. Þar hyggjast þeir fá sinn heilsuþrótt gegn hallœri göturyks. — Hin íslenzka framtíð enn er sótt i auðlegð hins hvita drykks. Guðmundur Ingi.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.