Melkorka - 01.05.1956, Side 12

Melkorka - 01.05.1956, Side 12
GALDRA-LOFTUR Eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur Fyrir skömmu lauk sýningum á leikritinu Galdra-Loftur, eftir Jóhann Sigurjónsson, í Iðnó. Leikurinn var mjög vel sóttur þótt ekki sé liægt að telja hann til nýjunga á ís- lenzku sviði. Sýningar hefðu eflaust haldið áfram lengur, ef frú Erna Sigurleifsdóttir iiefði ekki verið á förum til útlanda, en það mun í ráði að Leikfélagið efni til leikfarar í sumar til Færeyja og sýni þá einmitt Galdra-Loft. Tel ég það mjög heppilega val- ið að taka þetta leikrit, sem er svo vinsælt hér enda þótt höfundur hafi gert betra verk. Trúlega fellur það ekki síður vel í smekk Færeyinga. Einnig er hrósvert að félagið skuli verða til þess að heimsækja þessa ná- granna okkar, sem við því miður leggjum heldur litla rækt við. Gunnar R. Hansen fer með leikstjóm og fer hún frábærlega vel úr hendi, sem vænta mátti um jafn ágætan mann í sinni grein. Má telja það stóran feng fyrir Leikfélag Reykjavíkur að jafn fær rnaður og Gunnar Disa og Loftur. Hclga Bachmann og Gisli Halldórsson. Árni Tryggvason og Kristin Waage sem blindi ölmusumaðurinn og litla stúlkan. Hansen skuli helga því starfskrafta sína, því jafnframt og að vera víðfarinn og fjölvís í leikhúsmálum öllum er hann jraulkunnug- ur íslenzkri leiklistarþróun, þar sem má segja að eiginlega hafi hann fylgst með henni frá byrjun. Hansen var persónulega vel kunnugur bæði Jóhanni Sigurjónssyni og Guðmundi Kamban og hefur síðan haft vakandi álruga á öllu því, sem gerzt hefur á íslenzku leiksviði. í uppsetningu gætir nokkurar nýlundu og er mjög ánægjulegt að ekki sé farið eins með lilutverkin eða í hvert skipti sami skiln- ingur lagður í verkið, menn yrðu þá fljótt leiðir á að sækja leikhús. Hansen tekst að koma fram með ýmislegt nýtt, sem maður lrafði ekki áður fundið í leikritinu. Það er 44 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.