Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 14

Melkorka - 01.05.1956, Blaðsíða 14
FÆREYJAR í merkri bók má lesa: Færeyingar eru grein á norræna þjóðstofninum. Ber að réttu að telja þá fimmtu norrænu þjóðina, við hlið Svía, Dana, Norðmanna og íslend- inga — og þjóðmenningin, bæði verkleg og andleg, er gömul norræn bændamenning með sérstakri færeyskri mótun. — Og þó eru íslendingar yfirleitt all- ófróðir um þessa frændur sína sem byggja hið norðlæga Atlanzhaf eins og við sjálfir. Við eigum erfitt með að skilja tungu þeirra og leggjum ekki á okkur að læra liana, og fram til þessa liafa kynnisferðir íslendinga til Færeyja verið nokkuð strjálar, líkt og ferðir Reykvíkinga út í hina grænu Engey við sundin blá. En við vitum Jró einhvern- veginn undarlega mikið af þessum eyjum, þótt þær séu eins og fjarlæg heimsálfa upp við bæjarvegginn Iijá okkur, og margur ís- lenzkur unglingurinn hefur séð þær gegnum sögur og kvæði, sveipaðar ævintýraljóma, og sjálfstæðisbarátta færeysku þjóðarinnar í dag vekur samúð og hljómgrunn í íslenzk- um brjóstum. Við ættum einnig að minnast J^ess að illa mundi ástatt fyrir íslenzka fiski- flotanum í dag ef færeysku sjómannanna nyti ekki við. Við sækjum nú orðið ekki all- lítið af vinnuafli útgerðarinnar til Færeyja, sem sést bezt á því að messur á færeysku hafa verið fyrirskipaðar á sunnudögum. Færeyingar eiga gamlan og merkilegan menningararf sem Jreir Iiafa varðveitt í ævin- týrum, sögum og kvæðum, en sérstæðastur er færeyski þjóðdansinn og liggur hið mikla menningargildi hans í því að hann er söng- ur um leið. Dans Jtessi minnir að nokkru á gömlu vikivakana okkar og gömul íslenzk 4 6 danskvæði, enda yrkisefnið oft sótt í nor- rænar fornsögur og íslendingasögur, eins og t. d. Grettissögu. Kvæðið er aðalatriðið en dansinn undirleikur áheyrendanna og því hefur verið haldið fram að telja bæri fær- eyska dansinn sérstaka aðferð, til að segja fram kvæði. Á Olafsvökunni í júlímánuði, sem er einskonar Jrjóðhátíðardagur færey- inga, stíga eyjaskeggjar hina fornu J:>jóð- dansa sína og kveða við raust og hefur verið bent á að þjóðin hafi varðveitt þarna einn kafla í menningarsögu Evrópu. Færeyingar haí'a átt stórgáfuð skáld eins og J. H. O. Djurhuus, sem hefur ort skín- andi Ijóðræn kvæði á færeysku og þýtt marg- ar af ljóðperlum heimsbókmenntanna á móðurmál sitt. Hvert mannsbarn á íslandi þekkir þýðingu Jónasar á kvæði Heines: Stóð ég út í tunglsljósi. J. O. H. Djurhuus Btcr i Fœrcyjum MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.