Melkorka - 01.05.1956, Qupperneq 16

Melkorka - 01.05.1956, Qupperneq 16
Hmimjrðir Eftir Grethe Benediktsson V Heklaðir sumarhanzkar. 3 hnotur af heklugarni nr. 50. Heklunál nr. 12. Skammstafanir: kl = keðjulykkja; fl = fastalykkja; drl = draglykkja; e st = einbrugðinn stuðull; tv st = tvíbrugðinn stuðull. Grurinmunstrið (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur mcð 4); 1. uraf.: * 3 kl, 1 e st í 1. kl, 1 kl, 1 e st í 3. kl *. 2. umf. o. s. frv.: munstrið færist til með því móti, að hinum tveimur e st báðum megin við hinar 3 kl er komið fyrir í bogann, scm myndaðist úr einni kl í um- ferðinni á undan. Byrjað á nýjum umferðum til skiptis með 4 og 6 kl. Umferðirnar eru tcngdar á Jrennan hátt: á þeim um- ferðum þar sem byrjað var á 4 kl: 3 kl, 1 drl f 4; en jjar sem byrjað var á 6 kl: 1 kl, 1 drl í 3. kl. Með þessu móti verður „saumurinn" lítið áberandi. Vinstri handar hanzki: 96 kl (mjög lausar). Tengið mcð 1 drl til að mynda hring. 1. umf.: 4 kl, 1 e st í 3. kl, * 3 kl, 1 e st í næstu kl, 1 kl, 1 e st í 3. kl, endur- takið frá * og endið umferðina á 3 kl og 1 drl f þriðju lykkjuna af hinum fjórum fyrstu kl (24 munstur). 2. umf.: byrjar á 6 kl; heklið grunnmunstrið og endið á 1 kl og 1 drl í þriðju lykkjuna af hinum sex fyrstu kl. 3. umf. (nú er byrjað að auka í fyrir þumalinn): 4 kl; í fyrsta boga: 1 e st, 3 kl, 1 e st; i hvorn næstu tveggja boga: 1 e st, 3 kl, 1 e st, 1 kl, 1 e st, 3 kl, 1 e st; grunn- munstur það sem eftir er umferðarinnar. Á sama hátt og á sama stað og í 3. umf., er aukið í fyrir þumalinn 1 6., 9. og 12. umf., en annars heklað grunnmunstur, þang- að lil kemur að — 21. umf.: 4 kl, 1 munstur, 10 kl og hlaupið yfir 10 munstur, grunnmunstrið áfram. í 22. umf. eru hekluð 3 ný munstur á 10 keðjulykkjunum og alls eru nú 25 munstur í umferðinni. 11 umferðir f grunnmunstri. Vísifingur: Fyrir geirann eru heklaðar 4 kl, 1 drl í 15. boga, 4 kl, 1 e st í 2. kl frá draglykkjunni, 3 kl, 1 e st f næstu kl, en í fyrsta boga í lófanum 2 e st með 3 kl á milli; 6 munstur eins og venjulega, og seinast 1 kl, 1 e st í sama boga og draglykkjan áðan, 3 kl og tengið (alls 9 munstur). , Eftir um 16 umferðir á að hekla broddinn: 1. umf.: * I kl, 1 e st * f hvern boga. 2. umf.: 1 e st f hvern e st fyrri umferðar. 3. umf.: 1 e st í annan hvern e st fyrri umferðar. Slíta frá. Lörigutöng (og baugfingur): Tcngið garnið á handar- baki í 3. munstur frá hinum fingri. Fyrir geira 4 kl, 1 drl í samsvarandi munstur í lófanum. 6 kl, 1 e st í sama munstur, 2 munstur eins og venjul., 1 kl, 1 e st í 1. boga við upphafið á gcira vísifingursins, 3 kl, 1 e st í næsta boga, 1 kl, 1 e st í næsta boga, 3 kl, 1 e st f sama boga og drl vísifingursins, 2 munstur eins og venjulega, 1 kl, 2 e st með 3 kl á milli í sama boga og byrjað var f á fingrinutn, 1 kl, 1 e st f aðra geira-kl, 3 kl, 1 e st í næstu kl, 1 kl og tengja. Þegar fingurnir eru mátulega langir er broddurinn heklaður eins og fyrir var sagt. Litlifingur: Tengið garnið þar sem byrjað var á baug- fingri. 4 kl, 5 munstur eins og venjulega, 1 kl, 1 e st f sama Itoga og geiri baugfingursins var tengdur við í lóf- anum, 3 kl, 1 e st í L boga geirans, 1 kl, 1 e st í 2. boga, 3 kl og tengja (7 munstur). Fingurinn er heklaður eins og liinir. I’umalfingur: Tengið garnið í seinni stuðul 2. boga á 21. umf. á hendinni; 3 kl og 1 e st í sama boga, 1 kl, 9 munstur, 1 kl, 1 e st í 1 millibil á þumalgeiranum, og tvisvar * 3 kl, 1 c st í næsta millibil, * 1 kl og tengið. 48 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.