Melkorka - 01.05.1956, Qupperneq 17
Hafið riú 11 munstúr í umterðinni. Heklið þumalinn
alveg á sama hátt og hina fingurna.
Við úlnliðinn á hönzkunum er hekluð ein umferð e st
(3 e st i hvert munstur, alls 96 e st i umferðinni). Síðan
kemur 4 umferða breið blaðablúnda (sams konar, en að-
eins 2 umferða breiða, blúndu má hafa tveimur um-
fcrðum frá úlnliðnum). 1. umf.: fyrsta blað * 5 kl og 2
tv st í 4. kl frá nálinni, en haldið eftir á nál síðustu
lykkju fyrra tv st og festið báða stuðla í senn með 1 kl*.
Seinna blaðið er eins; því næst 1 fl í 3. e st fyrri um-
ferðar. Þessi tvö blöð mynda munstrið, sem er endurtek-
ið, alls 32 sinnum. Tenging og byrjun á nýrri umferð
með 4 drl í keðjulykkjum fyrsta blaðsins. 2. og 3. umf.
alvcg eins, fastalykkjurnar koma í oddina sem blöð fyrri
umferðar mynda. í 4. umf. er heklaður lauftakki milli
blaða munstursins, í oddina (7 kl, 1 drl í 6. kl frá nál-
inni).
Rendurnar á handarbaki eru heklaðar út af fyrir sig
kl, fl í 3. kl frá nál, fl í hverja kl, og eins á hinni hlið
kl, fl í 3 kl frá nál, fl í hverja kl, og eins á hinni hlið
keðjunnar.
Hægri hanzki er heklaður eins, en byrjað er að auka
í fyrir þumal seinast í umfcrðinni.
Hekluð baðmotta.
Alls um 250 gr. bómullargarn í tveimur litum, t. d.
rautt og gult, og aðeins meira af hinum fyrrnefnda lit.
Garnið er notað tvöfalt. Gróf heklunál. Stærð 35x68
sm.
Heklið keðju af 68 lykkjum með rauðu garni. 1. umf.:
65 einbrugðnir stuðlar með rauðu garni, sá fyrsti i 3.
keðjulykkju frá nálinni. Snúið við.
2. umf.: 3 keðjulykkjur, 1 cinbr. stuðull með rauðu
garni, * 2 einbr. stuðlar með gulu garni, 4 einbr. stuðl-
ar með rauðu garni, endurtakið frá *. endið á 2 einbr.
Stuðlum með rauðu garni og snúið við.
3. umf.: 3 keðjulykkjur, 3 einbr. stuðlar með rauðu
garni, * 4 einbr. stuðlar með gulu, 2 einbr. stuðlar með
rauðu garni, endurtakið frá * og endið á 4 einbr. stuðl-
um með rauðu garni, snúið við.
2. og 3. umf. mynda munstrið, sem er heklað 29 sinn-
um (mottan á myndinni er úr mjög þykku bómullar-
garni, sem fæst ekki hér á landi). Seinast er hekluð ein
umferð með rauðu garni. Á báðum langhliðunum er
hekluð ein umferð af fastalykkjum.
Prjónuð húfa.
\i/„ búnt „Sport“-garn, prjónar nr. 2.
Eyrnaskjólin eru prjónuð fyrst: Fitjið upp 14 lykkjur,
prjónið 1 r„ 1 br. og aukið í 1 lykkju í upphafi og enda
annarrar hverrar umferðar, þangað til 26 lykkjur eru t.
prjóninum. Prjónið hitt á sarna hátt og tengið stykkin
saman með því að fitja upp 46 lykkjur á milli. Prjónið
1 r„ 1 br. á þessum 98 lykkjum, þangað til 914 sm. mæl-
ist frá neðri rönd eyrnaskjóianna. Bandið slitið.
Fitjið upp 16 lykkjur, prjónið eina unrferð (alltaf 1
r„ 1 br.). Nú er aukið í 1 lykkju í upphafi og enda
hverrar unrferðar, þangað til 52 lykkjur eru á prjónin-
um (undir þetta stykki verður derið seinast sett). Þá er
liitt stykkið með eyrnaskjólunum tengt við og farið að
prjóna í liring, 1 r„ 1 br„ um 11 1/, sm. Nú byrja úrtök-
urnar; í fyrstu umferð eru þrjár lykkjur prjónaðar sam-
an 10 sinnum, 12 lykkjur hafðar á milli; síðan er tekið
úr á sama hátt í þriðju hverri umferð, en alltaf haft
tveimur lykkjum færra á milli hinna þriggja lykkja, sem
saman eru prjónaðar, þangað til 6 lykkjur eru á milli.
Þaðan af er tekið úr í annarri hverri umferð, en þegar
1 lykkja er á milli eru tvær lykkjur prjónaðar saman
alla umferðina og þráður slitinn og drcginn í gegnum
seinustu lykkjurnar.
Derið: Sniðið er teiknað upp i eðlilega stærð með því
að nota rúðaðan pappír, þar sem rúðan cr 1/ sm. á hlið,
og derið sniðið eftir því. Það borgar sig að kaupa der,
þó að það sé heldur dýrt og fáist ekki nema í fullri
stærð, því að það hvorki brotnar né skemmist verulega
MELKORKA
49