Melkorka - 01.03.1960, Síða 8

Melkorka - 01.03.1960, Síða 8
Ingibjörg Shaptadóttir, ritstjóri Framsóknar. lag og voru þar hið leiðandi aíl þar til Þor- björg andaðist 1903 ogÓlafía flytur af landi burt sama ár. Árið 1895 gengst félagið fyrir undirskriftasöfnun um allt land undir á- skorun til Alþingis um kjörgengi og kosn- ingarétt kvenna; 3500 undirskriftir fengust. Varð Hið íslenzka kvenfélag fyrst allra kvenfélaga í Norðurálfu til að senda áskor- un til þjóðþings. Hinn 28. júní 1895 var haldinn Þing- vallafundur fyrir sumarþingið og fjallaðí hann um stjórnarskrárbreytingar. Kvenfé- lagið sótti um að eiga þar fulltrúa, var það samþykkt með öllum atkvæðum nema einu og hafði fulltrúi kvenfélagsins Ólafía Jó- hannsdóttir bæði málfrelsi og atkvæðisrétt. Voru fyrir hennar atbeina samþykktar á Þingvallafundi þessum tillögur um fullt jafnrétti kvenna við karla og að taka inn í stjórnarskrána ákvæði um kjörgengi og kosningarétt kvenna. Tillögur þessar voru felldar af Alþingi. Ólafía Jóhannsdóttir, hin gáfaða mennta- kona (hún tók 4. bekkjar próf við latínu- skólann 1890) barðist fyrir innlendum há- skóla og fyrir því að konur fengju að sækja tíma í latínuskólanum og presta- og læknis- skólanum. Flutti Ólafía gagnmerkan fyrir- lestur um Háskólamálið á fundi hjá kven- félaginu 1894, segir þar m. a.: „Uppspretta menningarinnar verður að vera í þjóð- inni sjálfri, eins og sjálfstaett persónulegt sálarlíf og frjáls hugsun er skilyrði fyrir því að einstaklingurinn geti haft full not af því er fyrir hann l>er, eins er sjálfstætt þjóðlegt tnenntalíf skilyrði fyrir því, að menntastraumarnir utan að geti haft holl og þrosk- andi áhrif á þjóðina. Einnig vér gjörtun ráð fyrir því að þess verði ekki langt að bíða, að konur eigi jafnt og karlar aðgang að menntastofnunum landsins og gef- ist færi á að nota hæfileika sína og krafta eftir því, sem þær óska og geta við komið. Vér vitum að kvenrétt- indamálið cr orðið mörgum áhugamál, og nú vonum vér að margar konur verði til þess, að sýna áhuga sinn í verkinu og styrkja með því háskólamálið, um leið og þær leggja sinn skerf til sjálfstæðis og menningar fs- lenzkum konum." Þetta sama ár gekkst kvenfélagið fyrir hlutaveltu og happdrætti til ágólða fyrir háskólasjóð. Inn komu kr. 1783.00. Sýnir þetta áhuga kvenna fyrir framgangi máls- ins. Árið 1895 flutti Olafía Jóhannsdóttir er- indi í kvenfélaginu um kvenréttindamálið. Ræðir hún sérstaklega nauðsyn á menntun kvenna, kosningarétt og kjörgengi, launa- mál kvenna og fjárráð giftra kvenna. Orð- rétt segir hún: „Vér íslenzku konurnar verðum að fara að læra að velja á milli hlutanna, og gjöra það í fullri alvöru, svo vér séum oss þess fyllilega meðvitandi hvað við viljum. Það er kominn sá tími, að vér verðum að svara því skýrt og skorinort, hvort vér sjálfar álitum oss mann- eshjur á sama hátt og karlmennina, með sömu heimt- ing á almennum mannréttindum, af því við höfum hæfileika og þörf á að neyta þeirra. Vér verðum að velja á milli þess, að vera manneskjur, sjálfstæðar manneskjur, með ábyrgð á þvi, er skeður í kringum oss, ábyrgð á þeim órétti, sem er framinn, og því rétt- læti sem er óframkvæmt, eða ómyndugar verur, sem SigríÖur Þorsteinsdóttir, ritstjóri Framsóknar. 8 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.