Melkorka - 01.03.1960, Side 12

Melkorka - 01.03.1960, Side 12
Elisabct Eiriksdóttir, formaður Verkakvennafel. Einingar á Akureyri. um hin lagalegu réttindi sem þær hafa hlot- ið og auka þau sem þær mega. Þegar hér er komið sögu hefur konan á Islandi sama rétt til menntunar og embætta sem karlar, en liún þarf þar miklu meira til að kosta en karlar því hún hefur helmingi lægri laun við sumarvinnu meðan á náms- tímanum stendur, og er þar tvímælalaust að leita ástæðunnar fyrir því hve fáar stúlk- ur leggja fyrir sig langskólanám. A kreppuárunum ríkti mikið atvinnu- leysi hér á landi, konur gengu til allra þeirra starfa sem völ var á, en ævinlega gegn helmingi lægri launum en karlar. Þó kona liefði sömu menntun og bæði ynnu sömu vinnu voru laun konunnar helmingi lægri. Krafan um sömu laun fyrir sömu vinnu varð æ liáværari og fyrir henni er barizt enn í dag. 1932 var þvottakvenna- félagið Freyja stofnað og sama ár A.S.B. og starfsstúlknafélagið Sókn 1934. Þessi félög gættu hagsmuna meðlima sinna hvert á sínu sérsviði og voru nauðsyn á þessum tíma. Þróunin lilýtur þó að ganga í þá átt að öll þessi mörgu smáu félög sameinist í eitt allsherjar verkamannafélag eða sam- band sem inn á við skiptist í deildir, en rekur sameiginlega kjarabaráttu út á við. Stöðug varðstaða kvenna um það sem áunnizt hefur er einkennandi fyrir tímana fram að síðustu heimsstyrjöld. Nýr þáttur liefst þegar landið var hernumið 10. maí 1940. Þá leitast konur við að standa vörð um varðveizlu íslenzkrar menningar og berjast gegn spillingo hernámsins. Árið 1942 kemur ung kona lieim frá há- skólanámi í Svíþjóð, Rannveig Kristjáns- dóttir, lét hún fljótt að sér kveða í kvenna- samtökunum, var mikill fengur að henni því hrm flutti með sér hressandi nýbreytni í félagslegu starfi og munu seint verða met- in störf hennar og álu if. Hún veitti nýjum straumum í jafnréttisbaráttuna, gerðist rit- stjóri kvennasíðu Þjóðviljans, var ágætis fyrirlesari, flutti fjölda útvarpserinda, var fyrsti heimilisráðunautur Kvenfélagasam- bands íslands og kynntist konum um allt land og áhrifa hennar gætti víða. 1. maí 1944 hóf Melkorka göngu sína, fyrsta tíma- rit kvenna á íslandi. Ritstjóri var Rannveig Kristjánsdóttir. í grein er luin nefnir: Sól er á loft konrin kemst hún svo að orði: ,,ís- lenzkar konur! Þögn okkar hefur verið þrá- lát og löng eins og þögn Melkorku og sjald- an rofin nema þegar móðir leggur barni sínu heilræði. í gegnum soninn hefur móð- irin alltaf sagt til nafns síns, hvatt hann til dáðá. En hin vaxandi samtök alþýðunnar í landinu veita konunni fyrirheit um fegurri dag og krefjast þess um leið af henni, að hún skilji ábyrgð sína, sem þjóðfélagsþegn og lilutgengur aðili í baráttu hinna vinn- andi stétta," og seinna í sömu grein: „Bar- átta konunnar gegn karlmanninum er ekki lengur til, heldur aðeins barátta hennar við hlið lians, fyrir réttlátara þjóðskipulagi. Á þann liátt öðlast hún fyrst lrelsi og fullt jafnrétti.“ Þegar Melkorka hóf göngu sína var vor í lofti. Þjóðaratkvæðagreiðsla um stofnun lýðveldis framundan, en konur höfðu lítið látið að sér kveða í því máli á opinberum vettvangi. Með Melkorku var þögnin rofin og „sól á loft komin“. Þegar lýðveldið var stofnað, 17. júní 1944, var sem öl 1 þjóðin 12 MEI.KORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.