Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 15
Það er snemrna morguns einhverntíma á
útmánuðum 1895, ég hef þá verið 8 ára. Ég
vakna við það að Stína mín stendur við
rúmið mitt og leggur blað ofan á sængina,
segir að ég megi eiga það, hún ætli að
kaupa það ltanda mér. Ég var þá allæs fyrir
löngu, en vantaði alltaf lesefni, því bóka-
kostur var ekki mikill í þá daga. Blaðið var
1. eint. af Framsókn, sem kom út 8. jan.
þetta ár, gefið út af þeirn mæðgum Sigríði
Þorsteinsdóttur og Ingibjörgu Skaftason.
Þetta var hreint kvenréttindablað og ég
fékk það og las með áfergju, alltaf á meðan
það kom út. Ég hef gaman af að rifja upp
innihald þessa fyrsta Idaðs, sem í raun og
veru hafði svo örlagarík áhrif á lífsstefnu
mína og áliuga. Fyrst var þetta erindi,
ásamt nokkrum inngangsorðum:
Fram á ársins fyrsta dag
fetum stíguin traustum.
Fram, og syng þú leiðarlag
landsins konum hraustum.
Hræðst’ ei spott né heimsins glamm.
Haf þinn guð í stafni.
Stýr svo, unga Framsókn, frarn,
fram í Jesú nafni.
Þar næst kom grein unr fjárráð giftra
kvenna, og síðan tvær greinar, önnur um
bindindismálið, hin hét „Vaxandi mennt-
un“. Sjálfsagt hefur skilningur minn verið
takmarkaður, en allt eru þetta mál, senr ég
hef viljað vinna fyrir alla ævina.
Ég vil leggja á það áherzlu hér, að í
minni vitund hafa kvenréttindi alltaf fyrst
og fremst verið mannréttindi, og mannrétt-
indi fá aldrei notið sín nema í heimi, þar
sem öruggur friður ríkir. Það eru alltaf ein-
hverjir undirokaðir til þess að láta þá bera
þyngstu byrðar styrjaldar og kúgunar.
Lyftistöng í starfi fyrir friði og mannrétt-
indum er blátt áfram að því er mig snertir
ekkert annað en afstaða mín til lífsins, sam-
gróin mér frá fyrstu bernsku fyrir áhrif um-
hverfis og ujrpeldis. Tel ég sjálfa náttúru
landsins með hinu víðfeðma frelsi afdala og
öræfa hafa ráðið hér miklu um. í æsku átti
ég einkunnarorð, þetta gullfallega erindi,
sem ég enn í huganum helga dalnum mín-
um og snertir engu síður en áður dýpstu
strengi sálar minnar:
Þú öræfanna andi,
sem áttir hér ríki og völd!
Ei þekkist þræll af handi,
í þínu frjálsa landi,
né greifi af gylltum skjöld.
Ekki er ég ein um það, að öll þessi rétt-
indamál, sem hér hefur verið talað um, séu
í hugum baráttukvennanna eins og greinar
á sarna meið. Kvenréttindabaráttan á sem
kunnugt er upptök sín í Ameríku. Margar
forgöngukvennanna höfðu áður barizt fyrir
frelsi svertingja eða gegn áfengisnautn, en
uppgötvuðu svo eftir því sem þær sjálfar
segja, að það sem mest riði á og væri jafnvel
fljótfarnasta leiðin til frelsunar og full-
komnunar mannkynsins væri að konurnar
nytu á öllum sviðum jafnréttis við karl-
menn og stjórnuðu heiminum með þeim.
Sagan hefur ekki afsannað þessa trú, þótt
víxlspor séu stigin og enn sé langt til rnarks-
ins.
Til viðbótar vil ég svo geta þess, að ég
hélt mína fyrstu ræðu 13 ára gömul á mál-
fundi í kvennaskólanum á Akureyri, sent ég
gekk þá í, og auðvitað var hún eitthvað um
kvenréttindi, en nánar man ég ekki efni
hennar. Þegar ég svo flutti til Akureyrar
liaustið 1908, var þar nýstofnað kvenrétt-
indafélag undir forustu Kristínar Eggerts-
dóttur, móðursystur Rannveigar Kristjáns-
dóttur Hallberg, gekk ég þá þegar í það fé-
lag og síðar í Kvenréttindafélag íslands hér
í Reykjavík, þegar ég flutti hingað.
3. spurning. Vitanlega er kvenréttinda-
baráttan ekki til lykta leidd, hvorki hér á
landi né annarstaðar. Hér á landi að
minnsta kosti er þó orðin á sú gagngerða
breyting, að almenningsálitið stendur alger-
lega með okkur. Það er ekki lengur deilt
um kvenréttindi, hvorki í ræðu né riti.
MELKORKA
15