Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 27

Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 27
geta annað því svo vel fari, álít ég að hús- móðirin og móðirin þurfi að liafa úrvals- lijálp á heimilinu. — Á hinn bóginn er hægt að vinna mikil félagsstörf innan veggja heimilisins, svo sem skipulagningu starfsins, skriftir o. f 1., enda vakir þar helzt fyrir mér, að húsmóðirin sé til staðar ef með þarf, þótt hún sé ekki ávallt á kafi í hreingerningum eða þjónustubrögðum. Er það mikils virði, að húsmóðirin kunni að skipuleggja störf sín, en það er ekki öllum gefið. Annars gætir því miður mikils mis- skilnings í þessum málum á meðal kvenn- anna sjálfra. Oft hef ég heyrt konur lá kyn- systrum sínum það, að þær séu alltaf að vasast í félagsmálum, og hvernig í ósköpun- um þær geti sinnt heimilum sínum svo að í lagi sé? En sjálfar eru þær kannski dag hvern fjarverandi við bridgespil, í kaffiboð- um, eða á annan hátt fjötraðar í hringiðu tízkunnar og öðrum samkvæmisskyldum, og sinna heimilum sínurn sízt betur en hinar sem liafa félagsstörf að áhugamáli, sínu. Hvort myndi vera þýðingarmeira fyrir land og þjóð, ef hugsað er fram í tímann? Með tilliti til hins mikla starfs yðar, og forustu i Hjúkrunarkvennafélagi íslands, hvað er yður hugstœðast og hvað teljið pér mikilsverðast af þeim verkefnum, sem þér hafið unnið að fyrir félagið? Það hefur frá fyrstu tíð verið ríkjandi skoðun almennings, að starf hjúkrunarkon- unnar sé einskonar fórnarstarf, og sé sú kona beztum kostum búin, sem helgar sig starfinu einvörðungu og lætur sér á sama standa urn vinnutíma og laun. Fram eftir öllum árum var skipulagt hjúkrunarnám heldur ekki æðsta nauðsyn, því sú kona, sem var framangreindunr kostum búin, var talin vera hjúkrunarkona af Guðs náð! Fyr- ir mér er því hugstæðust baráttan fyrir góðu skólanámi og fyrir þeim kjarabótum, sem hjúkrunarkonur liafa öðlazt. En þær taka nú laun eftir opinberum launalögum og hafa réttindi og skyldur í samræmi við þau ákvæði, sem þeim fylgja. — Einnig tel ég mjög mikilsvert, að íslenzkar hjúkrunar- konur geta farið til annarra landa fyrir at- beina erlendra og íslenzkra hjúkrunar- kvennasamtaka, og stundað störf á úrvals- sjúkrahúsum með launum. Væri óskandi að fleiri stéttarsamtök í landinu gætu komizt að slíkum samningum, sem veitir aukinn þroska í starfi, og er í rauninni einskonar launað framhaldsnám. Hvaða verkefni teljið þér hrýnust í heil- brigðismálum þjóðarinnar i nánustu fram- tið? Á síðari árum hefur orðið mikil breyting til batnaðar í heilbrigðismálum þjóðarinn- ar almennt séð. Við höfum velmenntaða hjúkrunarkvenna- og læknastétt, og alltaf aukast sjúkrahússplássin í landinu, þótt hægt fari. Þrifnaður færist stöðugt í betra Iiorf og ahnenn heilsuvernd er ekki lengur fjarrænt hugtak. Mönnunt er nú ljóst hversu mikið hefur áunnizt í berklavörn- um og farsóttarvörnum. Það er staðreynd, að hjúkrunarkonur okkar ljúka nú flestar nárni, án þess að liafa kynnzt hjúkrun al- gengustu farsóttasjúklinga, senr í faröldrum tók allan vinnutíma okkar eldri hjúkrunar- kvennanna að annast um. Þó skortir mikið á að fullkomið sé. Hér þekkist varla andleg heilsuvernd — eða geðvernd —, og tel ég að brýnust nauðsyn sé, að snúa sér nú með al- vöru að þeirri hlið mála. Það er því miður hér eins og víða annarsstaðar í heiminum mikið los á börnum og unglingum, og tel ég það rangt að kenna heimilum eingöngu um þessa vankanta, þótt oft sé þeirra sök. Víst er um það, að þeir eldri eiga sökina, sem nota veikleika barna og unglinga með allskyns freistingum og lélegum fordæm- um, oft í ábataskyni. Þá eru geðverndar- stöðvar nauðsynlegar, þar sem læknar, sér- menntaðir sálfræðingar og heimilisráðu- nautar leita orsaka erfiðleikanna, sem við er að stríða hverju sinni, og reyna að ráða bót á. Geðverndin nær til allra aldurs- flokka, taugaveiklaðra barna, sem síðar verða oft að vandræðaunglingum, drykkju- MEI.KORKA 27

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.