Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 17

Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 17
Viðtal við dr. Selmu Jónsdóttur listfrœðing Frú Selma Jónsdóttir er tyrsta konan, sem ver dokt- orsritgerð við Háskóla Islands. I tilcfni af því sneri Melkorka sér til hennar með eftirfarandi spurningar: Vilduð þér ekki segja okkur helztu œviatriði yðar? Ég er fædd 22. ágúst 1917 í Borgarnesi. Foreldrar mínir voru Jón Björnsson frá B;c, kaupmaður í Borg- arnesi, og kona Helga M. Björnsdóttir frá Svarfhóli. Þér eruð eklii cinungis fyrsta íslenzka konan lieldur fyrsti Islendingurinn, sem lýkur háskólaþrófi i lista- sögu. Vilduð þér ekki segja okkur það helzta frá náms- ferli yðar? Ég útskrifaðist úr Verzlunarskóla íslands 1935. Stund- aði nám í Þýzkalandi 1936. Lauk Associatcd in Arts prófi (hliðstætt stúdentsprófi) 1942 við Háskólann í Berkeley, Kaliforníu. Lauk Bachelor of Arts prófi í listasögu 1944 frá Barnard Collegc, Columhia háskól- anum í New York. Stundaði framhaldsnám við Colum- bia háskólaun 1944—1945 og við háskólann í London, Warburg Institute 1946—1948. Lauk Master of Arts prófi í listasögu 1949 frá Columhia háskólanum í New York. Masters-ritgerðin heitir: The Portal of Kilpeck Church, its place in English Romanesque Sculpture. Hún birtist í The Art Bulletin í september 1950. Þér eruð fyrsta konan, sem ver doktorsritgerð við Háskóla íslands, vilduð þér ekki i þvi tilefni segja les- endum Melkorku eitthvað frá aðdraganda þess. Ég var ráðin að Listasafni ríkisins 1950 og skipuð umsjónarmaður þess 1953 og hef verið það síðan. l>ar sem Mastersritgerð mín var um 12. aldar högg- myndalist var eðlilegt, jregar heim var komið, að hefja rannsókn á fornum íslenzkum tréskurði. Urðu þá fyrir mér fjalirnar frá Bjarnastaðahlíð, en þær vöktu sér- staka eftirtekt mína vegna þess, hvað framandi þær eru í norrænni myndlist. Á för minni til Ítalíu hatistið 1955 skoðaði ég mikið af fornum kirkjuskreytingum, Atriði á einni fjölinni frá Bjarnastaðahlið. Selma Jónsdóttir meðal annars í kirkjunni í Torcello, en hún er á lít- illi eyju nálægt Feneyjum. I kirkjunni í Torccllo er stór mósaikmynd af hinum byzanzka dómsdegi, en slík- ar myndir eru mjög fágætar í Vestur-Evrópu. Nokkur sérkennileg atriði úr þessari mynd fann ég síðar á fjöl- unum frá Bjarnastaðahlíð. Varð það til þess, að ég gerði ítarlegan samanburð á myndunum á Bjarnastað- arhlíðarfjölunum við þær byzönzku dótnsdagsinyudir, sein til náðist, en jrær eru upprunnar á Ilalíu, Konst- antinópel og Litlu-Asíu á 11. og 12. öld. Niðurstaðan varð sú, að með þvi að tengja saman myndaatriðin á fjölunum og lýsingu sjónarvotta af myndskurði í Flat- artungu í Skagafirði, sást að þarna hafði verið hyzönzk dómsdagsmynd mjög fullkomin í efnisatriðum. Þarna hefur verið ein af hinum mjög fágætu hyzönzku dóms- dagsmyndum og sú eina, sem vitað er um að skorin hafi verið í tré. Um byzönzk menningaráhrif hér í fornöld, hefur aldrei heyrst fyrr, svo að fundur þessarar myndar er mjög athyglisverður. Má telja víst, að fyrirmyndin hafi borizt til Islands, sem þáttur í boðun grísk-kajrólskrar trúar, en af slíku trúboði hafa ekki farið neinar sögur. Þó kemur í ljós af frásögn Ara fróða í íslendingabók og ummælum Grágásar um ólatínulærða erlenda bisk- upa eða presta hér, að hingað geti hafa komið á 11. öld grísk-kaþólskir kennimenn. Hníga rök að því, að menn þessir hafi komið frá Suður-Ítalíu og fengið i Monte Cassino fyrirmynd að hinni byzönzku dóms- dagsmynd í Flatatungu. Að lokum vill Melkorka geta þess, að doktorsritgerð frú Selmu hefttr vakið mikla athygli bæði innanlands og utan og þykir mjög merkilegt verk. Guðrún Einarsdóttir. MELKORKA 17

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.