Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 23

Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 23
fyrsta stúlkan, sem tók inntökupróf í Menntaskólann vorið 1904 og lauk stúd- entsprófi 1910. Hún var fyrsta stúlkan, sem gekk í alla bekki skólans. Hún hafði þurft sérstakt leyfi til að taka inntökuprófið vor- ið 1904, en um haustið það ár gekk í gildi reglugerð Menntaskólans, sem heimilaði stúlkum skólavist. Fyrsta stúlkan, sem tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykja- vík, árið 1896 var færeysk, Elinborg Jakob- sen að nafni. Hins vegar mun fyrsta íslenzka konan, sem lauk stúdentsþrófi, vera 'frú Camilla Stefánsdóttir Bjarnarson. Hún lauk prófinu frá menntastofnuninni Lyceum í Kaupmannahöfn árið 1889. Hún mun líka fyrst íslenzkra kvenna liafa lagt stund á háskólanám. Las einkum stærðfræði við Kaupmannahafnarháskóla og lauk cand. phil. prófi árið 1890. Við sömu mennta- stofnun, Lyceum, lauk einnig stúdentsprófi árið 1901 Björg C. Þorláksson, en cand. phil. prófi árið 1902, sömuleiðis við Kaup- mannahafnarháskóla. Fyrirrennari kven- stúdenta hér á landi er í rauninni Ólafía Jóhannsdóttir, sem tók 4. bekkjarpróf úr Menntaskólanum (Latínuskólanum) senni- lega um 1890. Það var mikil grózka í félagslífinu fyrstu árin, eins og glöggt kemur fram í frásögn- um af fundum félagsins frá þessum árum. Fundir voru tíðir og hin margvíslegustu málefni rædd, hæði vandamál samtímans svo og voru bókmenntaleg viðfangsefni flutt og rædd á fundum. Félagið var á þess- um árum jafnvel yrkisefni skálda, svo sem kvæði Tómasar skálds Guðmundssonar til félagsins ber með sér. Einkunnarorðin hefðu vel mátt vera Humani nihil a me alienum, — ekkert mannlegt er mér óvið- komandi. Það vekur athygli, hve sanrbandið við al- þjóðafélagsskap háskólakvenna var vel rækt á þessum árum. Þannig sótti frú Anna Bjarnadóttir mót samtakanna árið 1929 í Genf og síðar sóttu frú Helga Krabbe sams- konar mót í Ameríku og frú Jóhanna Magnúsdóttir og frk. Svanhildur Ólafsdótt- ir í Edinborg. Kvenstúdentar hafa jafnan minnst með virðingu og þakklæti framlags Laufeyjar Valdemarsdóttur við stofnun og viðgang félags síns. Þær geta áreiðanlega tekið undir ummæli frú Ólafar Nordal í formála fyrir bókinni „Úr blöðum Laufeyj- ar Valdemarsdóttur", að Laufey hafi í raun- inni verið „lífið og sálin“ í félaginu. „Hún naut sín sérlega vel á fundum félagsins, hnyittin, gamansöm og fær um að ræða hvaða mál sem var fyrirvaralaust." Hún lagði auk Jress til húsnæði fyrir fundi og skemmtisamkomur féfagsins og í hennar búsnæði var líka í nokkur ár starfrækt les- stofa fyrir kvenstúdenta, Jrar sem lá frammi margvíslegt lesefni, innlent og erlent. Kvenstridentafélagið leitast ennjrá við að starfa í anda félagslaga sinna, sem ekki hafa breytzt. Það heldur reglulega fundi, að jafnaði í hverjum mánuði vetrarmánuðina. Það stendur öllum íslenzkum kvenstúdent- um, svo og erlendum búsettum hér, opið, án þess að inntökubeiðnir séu sendar félags- stjórninni, en ætlazt er til, að þær greiði félagsgjöld. Félagið hefur alla tíð verið ó- pólitískt, enda er svo fyrir mælt í lögum al- þjóðasambands háskólakvenna, að aðildar- félögum sé skylt að veita konum inntöku án tillits til stjórnmála- eða trúarskoðana, svo og án tillits til hörundslitar. Undir Jaessi lög hefur okkur frá upphafi verið bæði ljúft og skylt að gangast. Aljrjóðasamband liáskólakvenna hefur á síðari árum fært út kvíarnar á ýmsum svið- um, sérstaklega hefur það í vaxandi mæli látið til sín taka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þannig hafa samtökin átt fulltrúa hjá Menningar- og fræðslustofnun S. Þ. (UNESCO) og Aljrjóða vinnumálastofnun- inni (ILO), svo að nokkuð sé nefnt. Sömu- leiðis áttu þau hlut að verki við samningu mannréttindaskrárinnar. Sérstakt áhugamál samtakanna hefur þó frá upphafi verið, að styrkja konur til vísindastarfa. í Joví augna- miði hafa þau bæði starfrækt sérstakan vís- MELKORKA 2S

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.