Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 11
Katrin Pálsdóttir formaður Mæðrafél. tilgangur þess að berjast fyrir hækkuðu kaupgjaldi verkakvenna. Fyrsti formaður félagsins var jónína Jónatansdóttir. 19. júní 1915 fá konur kosningarétt með skilyrðum, en með fullveldis-stjórnar- skránni 1918 hlutu þær kosningarétt og kjörgengi með sama rétti og karlar. Konur gerðu 19. júní að almennum kvennadegi og til að sýna þakklæti sitt vegna þessa merka áfanga hófu þær að safna fé í Landsspítala- sjóð. Frú Bríet bar fram þá tillögu að kon- ur stofnuðu heldur sjóð til að styrkja ungar stúlkur til náms, og auka á þann hátt áhrif kvenna á þjóðmálin, landspítala ætti að reisa fyrir sameiginlegt fé úr landssjóði og konur að hafa álnif á gang málsins á Al- þingi. Þessi tillaga Bríetar bar vott um liina miklu framsýni hennar, en var of róttæk til þess að hún næði meirihluta. 1916 var Alþýðusamband íslands stofnað og er þar með brotið blað í baráttusögu hinna róttækari afla í þjóðfélaginu. Stuðl- aði sambandið mjög að því að vekja fólk um allt Land til baráttu fyrir réttindum sín- um. Senn líður að því að aflétt sé hinni aldalöngu félagslegu kúgun og einangrun íslenzkra kvenna. Súrdeigið í baráttu kvennanna fyrir mannréttindum var þó Kvenréttindafélagið og út frá því hafa mörg sérfélög og samtök verið stofnnð svo sem Verkakvennafélagið Framsókn, Barna- leikvallastarfsemi, Vinnumiðlunarstöð kvenna, Mæðrastyrksnefnd, Mæðrafélagið og Menningar- og minningarsjóður kvenna. Ffinar víðsýnu og framfarasinnuðu mæðgur, frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Laufey Valdimarsdóttir, sem tók við for- ustu Kvenréttindafélagsins eftir rnóður sína, bera ægishjálm yfir konur þær er unnu að félagsmálaumbótum á þessum tíma. Sjálf stofnaði Laufey Kvenstúdenta- félag íslands og A.S.B. og var fyrsti formað- ur beggja félaganna. Þessi glæsilega menntakona barðist alla ævi fyrir bættum kjörum hinna smæstu og verst settu í þjóð- félaginu. 21. maí 1917 var svo Bandalag kvenna stofnað og var tilgangur bandalags- ins að sameina konur um allt land um framfaramál jþóðfélagsins. Eftir að konur fá jafnan kosningarétt við karla 1918, taka þær að skiptast í pólitíska flokka. Þó verður að segja, að konur hafa því miður ekki haft sig nægilega í frammi í hinum ýmsu pólitísku flokkum og áhrif þeirra á þjóðmálin farið eftir því. 1919 var borið fram á Alþingi frumvarp til laga um stofnun og slit hjúskapar, um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. Var málinu frestað en tekið upp síðar og varð úr sifjalöggjöfin frá 1922. Eftir heimsstyrjöldina fyrri gerðu konur um heim allan róttækari kröfur. Þær liöfðu meðan styrjöldin geisaði gegnt ábyrgðar- störfum og sýnt hæfileika sína í verki, og nú verða konur æ hlutgengari á hinum al- menna vinnumarkaði. Eftir heimsstyrjöld- ina fyrri hættu konur almennt að líta á kosningaréttinn sem takmark, en fara að líta á hann sem tæki til að komast inn á öll svið þjóðfélagsins. Þær keppa að því að hafa áhrif á löggjafarvaldið. Þessi hreyfing úti í heimi hefur sín áhrif hér á landi sem ann- arsstaðar, öld félagshyggjunnar er hafin og konur sækja fram til betri kjara, krefjast jafnréttis í launagreiðslu. Þær standa vörð MELKORKA n

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.