Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 28

Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 28
sjúklinga og annarra, sem ekki geta aðlagað sig heilbrigðum þjóðfélagsháttum. Erlendis þykir þessi nýja stefna heilsuverndar gefa mjög góða raun. Þrátt fyrir kostnað á mæli- kvarða fjármagns, því árangursrík geð- verndarstarfsemi þarfnast barnaheimila, dvalarstaða og vinnuheimila fyrir unglinga og fullorðna, er þó miklu kostnaðarsamara að sjá á eftir hinni myndarlegu uppvaxandi kynslóð út í „lífsólánið". Þér hafið borið friðarmálin mjög fyrir brjósti og tekið þátt i störfum Heimsfriðar- hreyfingarinnar. Viljið þér í fáum orðum skýra frá þátítöku yðar i þeirn störfum, og hvaða möguleika þér teljið að friðarbarátta meðal almennings hafi til jákvœðs árang- urs? Ég hef verið einn þriggja fulltrúa frá ís- landi í Heimsfriðarráðinu undanfarin ár og sótt nokkur þing Heimsfriðarhreyfingar- innar. Ég hef hrifizt með af eidmóði þess fólks, sem hefur skipað sér saman og gerzt brautryðjendur fyrir afvopnun og varanleg- um friði í heiminum. Þátttakendur hafa síðan breytt út friðarkenningu þinganna í sínum heimahögum, en þýðingarmest af öllum aðgerðum tel ég vera, að auðvelda á allan hátt viðkynningu þjóða á milli. Hin lokuðu landamæri þjóða voru ekki vænleg til friðarstarfs, en nú eru menn farnir að sjá þýðingu viðkynningarinnar, enda hefur á síðari árum mörgum misskilningnum verið eytt um menningu og lifnaðarhætti þjóða, eftir að bein viðkynning hefur færzt í auk- ana. Hvert er álit yðar á þeirri ákvörðun Al- þingis (1949) að ísland liverfi frá sinu margyfirlýsta hlutleysi, og gerist aðili að hernaðarbandalagi (A tlantshafsbandalag- inu)? Þegar Alþingi íslendinga samþykkti að- ild þjóðarinnar í Atlantshafsbandalagið, var landið að mínum dómi dregið inn á hættusvæði, sem getur orðið allri íslenzku þjóðinni að fjörtjóni, ef til styrjaldarátaka kemur í heiminum. Atburðir þeir, sem eru að gerast í kringum okkur í átökum stór- þjóðanna við nýlendur sínar, sýna ljóslega að það eitt vakir fyrir hinum stóru hernað- arþjóðum, að þær hugsa eingöngu um að hreiðra um sig í ábataskyni og til varnar sjálfum sér, og er mér það óskiljanlegt, að nokkur skuli vera sá maður sem ekki skil- ur, að ef illa fer, þá skellur þunginn fyrst á útskagavígunum, en ísland er fyrst og fremst útskagavígi Bandaríkjanna og verð- ur, á meðan íslendingar þola hermannasetu í landi sínu. Að lokum, livers vilduð þér helzt óska ís- lenzkum konum til lianda? I fyrstu spurningunni gerði ég grein fyrir aðalbreytingu á aðstöðu íslenzkra kvenna frá fyrstu árum þess tíma sem af er þessarar aldar. Seinasta spurningin finnst mér eiga jafnt við um konur sem karla, því það ligg- ur í hiutarins eðli, að hagur annars er hag- ur beggja. Ég er hálfgert alin upp í ungmennafé- lagshreyfingu, sem gagntók huga unga fólksins á uppvaxtarárum mínum. Það var gróskumikið félagslíf í ungmennafélögun- um á íslandi á þeim árum, borið uppi af ást á landinu okkar og trú á þjóðina. Þrátt fyr- ir fátækt og erfiðleika á að afla sér mennt- unar, var bjart í hugum okkar, og skemmt- anir allar þrungnar lífi og æskufjöri, þótt hvorki hafi jass eða víndrykkja þekkzt þá meðal þessa unga fólks. Væri ekki reynandi að koma hér á þegnskylduvinnu í nokkra mánuði fyrir allt ungt fólk? Myndi það ekki auka ást. þess á landinu, ef það gæfi því svo sem nokkurra mánaða vinnu í ýmis- konar uppbyggingu. Ég vildi óska íslenzk- um konum þess, að þær með aukinni menntun reyndu að vinna landi sínu og þjóð eitthvað í samræmi við þær hugsjónir, sem ungmennafélögin höfðu og hafa sjálf- sagt enn á stefnuskrá sinni. En kjörorðið var eins og kunnugt er: fslandi allt. Margrét Sigurðardóttir. 28 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.