Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.03.1960, Blaðsíða 13
stæltist til nýrra átaka. Nýsköpunai'stjórnin ruddi braut nýjurn straumum. Atvinnuveg- irnir kröfðust fleiri handa og stéttarígur minnkaði, velmegun óx. Konur taka að herða sóknina fyrir launajafnrétti, sérskött- un hjóna, almannatryggingum og hverskyns réttarbótum. Á Jressum árum kemur hvað gleggst í ljós sambandið milli aukinna rétt- inda kvenna og öflugri verkalýðshreyfing- ar. Launamismunur minkar fyrir harða Itaráttu og krafan um sömu laun og sömu skyldur verður æ háværari. 1946 fá konur í Nót, félagi netagerðarmanna, jafnrétti. Kostaði það sex vikna verkfall, en jafnrétt- ið fékkst með því að þessi atvinna var gerð að iðngrein og þær konur er þessa atvinnu höfðu stundað fengu sveinsbréf að afloknu verklegu prófi. Ýmsar iðngreinar eru stúlk- um lokaðar, en þó má segja að svofítið hafi þar um þokazt. Nýlega tók ung stúlka prentarapróf, sú fyrsta er það gerir, en allt of fáar stúlkur fara í iðnnám og sýna með því vítavert sinnuleysi. Eftir lýðveldisstofnunina fara Bandaríki Norður-Ameríku fram á að fá herbæki- stöðvar á landi okkar til 99 ára. Þessu var vísað frá sem fádænta fláttskap. Samt eru öfl að verki er vinna markvíst að því að skapa Bandaríkjunum þessi skilyrði í land- inu, sem vörður á vegi til niðurlægingar þjóðar okkar og hvernig við vorum flekuð til að láta af hendi íslenzkt land. Fyrst ferig- um við Marshallaðstoð á mestu velltutím- um sem þjóð okkar hafði lifað, en undan- fari þess var Keflavíkursamningurinn. 1949 gerðist þjóðin aðili að Atlantsbandalaginu, sem hafði það í för með sér að hingað var kallaður bandarískur her 1951. Strax þegar undirlægjuáróðurinn byrjaði mæltu ýrnsar konur varnaðarorðum og hófu baráttu gegn hersetu, og hefur sú barátta aldrei verið lát- in niður falla. Þegar svo herinn kom aftur vomótt í maí 1951 þótti konum sem varð- staðan ltefði brugðizt og boðað var til stofn- fundar Menningar- og friðarsamtaka kvenna um sumarið og framhaldsstofn- Katrin Thoroddsen, lœknir. fundur haldinn 9. des. sanra ár. M.F.Í.K. hafa alla tíð síðan verið málsvari íslenzkra kvenna, stutt hverjar þær umbætur er til aukinna réttinda liafa orðið. Samtökin gerðust strax aðili að Alþjóðabandalagi lýð- ræðissinnaðra kvenna. Höfuðmál M.F.Í.K. er baráttan gegn herstöðvunum á Islandi og allri þeirri spillingu er þeim fylgja. Auk þess hafa samtökin kynnt öllum heimi að á íslandi er hópur kvenna, sem fylgist með og styrkir frelsis- og réttindabaráttu kvenna víðsvegar. Samtökin berjast fyrir menningu og friði, fyrir hernaðarlegu hlutleysi ís- lands. í gegnum samtök okkar hefur rödd íslenzkra kvenna heyrzt í baráttunni fyrir friði og bættri sambúð þjóða, fyrir allsherj- ar afvopnun og banni á kjarnavopnum og hverskyns tilraunum með þau. Samtökin hafa mótmælt kúgun og dauðadómum hvar sem er í heiminum, því fyrir okkur standa í fullu gildi orð Ólafíu Jóhannsdóttur: „Is- lenzkar konur verða að vera sjálfstæðár manneskjur, með ábyrgð á því er skeður í kringum oss, ábyrgð á þeim órétti sem er framinn og því réttlæti sem er ófram- kvæmt.“ Þó hér hafi verið stiklað á stóru í bar- áttusögu íslenzkra kvenna fyrir almennum mannréttindum, þá má ekki gleymast að MELKORKA 13

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.