Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 24.12.1951, Qupperneq 6

Skutull - 24.12.1951, Qupperneq 6
6 S K U T U L L hann í gegnum tárin, strax og systir hafði hjálpað honum á fætur aftur. — Já, pabbi minn, nú man ég það, sagði svo Leikný. — Þú þarft að baða á þér fæturna. Hjörtur gretti sig og sagði. — Æ-nei, það er ekki til neins, þreytan í fótunum minkar ekkert . við það. Leikný brosti bara og sagði. — Mamma mín, er ekki heitt á katlinum ? Hildur anzaði ekki alveg strax, hún þurfti að líta eftir Gústa litla, sem í þessu var að ljúka upp hurð- inni fram í anddyrið. — Nú förum við að sofa, sagði móðirin og lyfti drengnum upp að brjósti sér. — Jú, sagði hún svo við dótturina, — það er snarpheitt á katlinum. Og hann pabbi þinn ætti að baða á sér fæturna. Það hefur alltaf sín góðu áhrif, þótt maður veiti því ekki eftirtekt nema stundum... Og Hildur fór með Gústa litla inn í stofuna. Hann grét dálítið á meðan hún var að koma honum í rúmið, svo datt hann útaf. — Hér kemur vatni, pabbi minn, sagði Leikný og lét þvottaskál með rjúkandi vatni á gólfið sem næst Hirti. Æi, vertu ekki með þetta um- stang, rýjan mín, sagði Hjörtur ekki óánægjulega og færði sig úr skónum og sokkunum. — Umstang, þetta er ekkert um- stang. Ég hef bara svo mikið gam- an að því. — Þú meinar þetta vel, tetrið mitt, ekki dreg ég það í efa. En vatnið er alltof heitt, það er alveg við suðu. — Það gagnar ekkert ylvolgt, sagði unga stúlkan húsmóðurlega. Hjörtur dró naktar fætumar undir kollinn, sem hann sat á, sárs aukadrættir fóru um andlitið þeg- ar hann sagði. — Hvað er þetta, stelpa, eins og ég kæri mig um að þú kalónir á mér lappimar. — Nei, það má nú víst fyrr gagn gera, sagði Hildur og tók matar- ílátin af borðinu. Hjörtur færði til fæturna og sperrti svartar tærnar, var eins og á báðum áttum með að þrýsta fót- unum niður í vatnið. Leikný horfði á þetta með kát- legu brosi. Svo hló hún hjartan- lega. Og hún gat ekki hætt að hlægja. Svo stóð hún þarna yfir föður sínum og sveigðist til af glöðum hláturbylgjum. — Er þetta nokkuð til að hlægja að, sagði Hjörtur mjúk- máll, dýfði blátánum í vatnsskorp- una og fann auðsýnilega þægileg- heitakennd líða upp eftir fótum sér við þessa snertingu. — Nei, nei, pabbi minn. Það... það er ekki þetta. Ég... ég er bara svo glöð. Ég... ég... Unga stúlk- an kom ekki upp fleiri orðum í bili. Hún sneri sér hálfvegis frá föður sínum, greip höndum fyrir andlit sér, og réð sér ekki fyrir hlátri. Þetta endaði með því að all- ir hlógu. — Þarf hún ekki alltaf að láta svona, sagði Hjörtur í dveljandi ánægjutón og snart vatnið með tánum, tók síðan fætuma til sín, og þannig upp aftur og aftur. — Já, er hún ekki annað hvort grát- andi eða hlægjandi. Það mundu víst engir Ieggja trúnað á það, aðrir en þeir sem til þekkja, að þessi stúlka sé orðin gjafvaxta. Leikný horfði með þýðingar- miklu augnaráði á móður sína og sagði. — Mamma mín, ég hef alveg steingleymt dálitlu. — Ertu nú alveg viss um það, Nýja mín? sagði Hildur glettnis- lega. Þá sagði Lýður: — Við skulum ekki vera að spyrja hana um það, sem hún hef- ur ekki hugmynd um. Leikný horfði stórum geislandi augum á föður sinn og hvíslaði. — Hann Lýður bróðir er alveg galinn... Svo vatt hún sér mjúk- lega að bróður sínum og sagði í léttum gáska. — Ég þarf svo mik- ið að flýta mér. Ég þarf öll ósköp- in að flýta mér. Þér finnst það skrítið. Ég sé það á þér. En það er bara ekkert skrítið. Þú hugsar svona af því að þú ætlar að fara á morgunn. Það er bara það. Hirti varð sýnilega snöggillt við þessi orð. Hann þrýsti fótunum til botns í þvottaskálinni, virtist yfir- höfuð ekki vita af þeim lengur. — Ojæja, sagði hann. Leikný leit á spegilbrot, fór með greiðu í hárið, batt svo rósrauðan klút yfir höfuð sér, að svo búnu vatt hún sér fram í fordyrið, leit um öxl um leið og hún fór og sagði. — Pabbi minn er jafn undrandi og ég. Svona er það alltaf með Lýð bróðir. Hildur hafði gripið til prjón- anna sinna. Hún var hugsi á svip- inn. — Ojæja, sagði húsfaðirinn aft- ur og dró til sín fætuma. Hann mælti af hljóði og horfði í gaupnir sér. — Svo þér er þá alvara með þetta, drengur minn; ætlar vestur alslaus og án þess að eiga von um húsaskjól, hvað þá heldur vinnu. Hún móðir þín hefur minnst á þetta við mig. Samt á ég bágt með að trúa þessu. Og þó... já, hvað hefði ég ekki gert undir sömu kringumstæðum, væri ég á þínum aldri? En þetta er brjálæði, það vitum við öll. Lýður kinkaði kolli, svo sagði hann: — Kannski, en það kemur ekki að sök. Hjörtur hvítnaði í andliti og svipur hans varð þrunginn af gremju. — Hver veit það? sagði hann reiðilega. — Ekki ég, ekki þið, og sjálfsagt enginn. Og það er svo með margt núna. Maður er hættur að skilja hlutina... Hjörtur stóð á fætur, leit seinlega til Lýðs og hélt áfram næsta blælausri röddu. — En ætti ég að banna þér að far? Ég held ekki. Nú, — er ég ekki sjálfur farinn að vinna eftir allt iðjuleysið að undanförnu? Svo á það að heita. En hver trúir því? Ég varla sjálfur, og þið ekki nema að hálfu leyti. Ojæja... Húsfaðir- inn fór inn í stofuna og hallaði á eftir sér hurðinni. Hann hafði gleymt að þerra á sér fætuma. Það var væta í sporum hans á hvít- þvegnu fjalagólfinu. Lýður vék sér að glugganum og horfði út. Það var steinsnar frá þessari þurrabúð niður að sjónum. Þegar mikil veður geysuðu og stormurinn stóð á land, þá dreif sælöðrið yfir húsið. 1 kvöld voru speglar á firðinum og hafinu, lit- aðir daufrauðu titrandi sólskini. Á austurhimninum stóðu svipmikl ar skýjaborgir, sumar myrkbláar, aðrar jökulhvítar. Mávar svifu hljólaust yfir flæðarmálinu líkt og í draumi. Og æðarfuglinn draup höfði upp við landsteinana á flauel ismjúku vatninu... Lýður leit til móður sinnar. Hún var ennþá mjög hugsi á svipinn. Var hún að hugsa um Leiknýju, sem hafði gengið út í nóttina á fund unnusta síns ? Var hún að hugsa um pabba, sem hafði fengið vinnu, en fann sig samt jafn atvinnulausan þrátt fyrir þessa vinnu? Hugsaði hún um eldri son sinn, sem mundi halda á burt með nýjum degi, þenn an son sem vissi í rauninni ekki hvað hann átti af 'sér að gera? Hugsaði hún um Signýju Snorra- dóttur, stúlkuna sem hafði farið á brott skömmu eftir að Lýður kynntist henni? Hann þurfti ekki að spyrja, — til þess vissi hann alltof vel hvað móður sinni var ríkast í huga. Það var heimilið og fjölskyldan. Kannski var dimmt framundan. En mamma sá hlutina jafnan í björtu ljósi, jafnvel þá sem stóðu í dökkum skugga. Hún hræddist ekki myrkrið. Hún hafði ævinlega vaxið við að berjast við örðugleikana... Hildur leit upp frá prjónunum sínum. Tár blikuðu í augum henn- ar. — Það er ekki af því að mamma gamla sé hrædd um drenginn sinn, sagði hún kyrrum djúpum rómi. — Hún þekkir veganestið hans og veit að það er gulli dýrmætara. S t ö k u r Litla stakan björt á brá með barnakvakið þýða, höfgum stjakar harmi frá í hildarblaki tíða. / Hún mér löngum hressing bjó húms í þröngum nauða, ljós á göngu að grafarþró gleðiföng hins snauða. Mér hefur listin lénað smátt lífs við gisting hljóða, þegar frysti í ýmsri átt andann þysti að Ijóða. Hún er eldur öreigans ánauð hreld ei minnsta, geisli úr veldi vorhugans sem vermir kveldið hinzta. SUMIK EIGA — Sumir eiga sól og vor í sínu eigin hjarta, aðrir ganga erfið spor inn í myrkrið svarta. Sigmundur Guðnason frá Hælavík.

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.