Skutull - 24.12.1951, Blaðsíða 10
10
S K U T U L L
„í kolgrænum sjó“
Allir Isfirðingar þekkja Gísla
Gíslason á Héðinshöfða.
Einhvern veginn hefur það far-
ið svo, að í hvert skipti, sem ég
hef séð hann eiga leið hjá, hefur
athygli mitt festst við hann. Oft-
ast er hann vinnuklæddur og á-
kafinn gustar af honum. Þegar
hann hins vegar virðist ekkert
hafa viðbundið, lötrar hann stund-
um áfram, íhugull í dreyminni ró
eins og umhverfi hans sé honum
horfið og hann dveljist í einhverri
órafjarlægð. Verði manni gengið
fram hjá bústað hans, þar sem
hann hefur byggt sér sitt ríki,
sézt hann oftast sýsla við kindur
sínar eða túnblett. Kveðjum og á-
varpi þeirra, sem um veginn fara
tekur hann með óvenjulegri kurt-
eisi. Málrómur hans er djúpur og
eilítið hrjúfur. Hann horfir á við-
mælanda góðlegum augum undan
háum, loðnum brúnunum. En í
stórskornu andliti þessa hvíthærða,
áttræða manns má skyggnast inn
i veðraheim mikilla skapbrigða.
Þegar ég eitt sinn átti leið með
honum á götu, innti ég hann eftir
átthögum hans og uppruna. Þá
fékk ég vitneskju um það, að hann
hafði eitt sinn verið útgerðarmað-
ur og sjósóknari austur á fjörðum,
en ein óveðurrsnótt hafði tekið allt
frá honum. Þá lagði hann upp í
för sína í leit að því, sem hann
hafði tapað, en fann það ekki aft-
ur.
Hann hafnaði í fjarlægasta
landsfjórðungnum og leitaði enn
fangbragða við sinn hættulega
æskuvin, sjóinn, sem nú brást hon-
um í allri rausn nema á hamfarir
og stórsjóa. Gísli sagði að lokum
nauðugur skilið við hann, en
gleymdi honum aldrei.
Nú hefur saga Gísla Gíslasonar
verið skráð af Óskari Aðalsteini,
rithöfundi, og gefin út hér á Isa-
firði. Þetta er lítil bók, aðeins sex-
tíu og fjórar blaðsíður í fremur
litlu broti. Það er hætt við, að
hún týriist einhvers staðar í bóka-
flaumi jólanna, og þeir, sem kaupa
bækur eftir vigt sjá hana sjálfsagt
ekki. Isfirðingar veita henni þó ef-
laust eftirtekt og munu hafa
nokkra forvitni á að sjá, hvað
þessi kunningi þeirra hefur að
segja.
Eflaust munu margir leggja
bókina frá sér að lestri loknum
með þeim ummælum, að þetta sé
ekki ævisága heldur einungis
nokkrar sjóferða og hrakningasög-
ur. Og víst hafa þeir nokkuð til
síns máls. Gísli hefur ekkert að
segja af samtíð sinni eða samferða
mönnum, nema þeim, sem verið
hafa með honum í hrakviðrum á
sjó. Hann kvartar ekki undan
vonzku mannanna — hefur yfir-
leitt ekkert um þá að segja. Ekki
hafa heldur stórfeldar breytingar
um ævi hans í atvinnu og lífshátt-
um orðið honum til frásagnar. O,
nei, nei. Líf hans hefur verið
feiknleg átök við brotsjóa. Á
gamals aldri, þegar hann horfir
yfir sigldan sjó, hverfur honum
allt annað en happsæl viðureign
við stórsjóana. Þar hefur líf hans
náð fyllsta gildi og lífsnautn hans
orðið mest. Allt annað verða smá-
munir.
Þá mun ýmsum þykja sögur
hans kynjafullar og ótrúlegar. En
raunveruleikinn er stundum skáld-
skapnum ýkjukenndari. Við aftan-
skin ævi sinnar les gamall maður
lífsævintýri sitt. Allt, sem hann
hefur misst á einni óveðursnóttu,
ávinnur hann sér á ný í sigrum
riddai’asagna sinna. Hann tapaði,
en sigraði samt. Sú fullvissa sætt-
ir hann við lífið.
óskar Aðalsteinn hefur skrásett
sögur Gísla og auðsjáanlega notið
frásagna hans. Hann gefur lausan
kúpur. Almennt voru notaðir tré-
diskar. Eitthvað lítið var þó til af
leirdiskum, sem helzt voru notað
ir fyrir gesti. Þegar klukkan var
sex voru allir seztir hver á sitt
rúm. Fóstri minn tók fram lestrar-
bækurnar en það voru í þetta sinn
þrjár sálmabækur, Péturshug-
vekja og barnakver. Fóstri minn
rétti nú drengjunum eina sálma-
bók og fóstru aðra, en sjálfur söng
hann á þá þriðju. Ég sat á hnjám
hans og horfði á bókina hjá hon-
um, þegar fóstri minn byrjaði
sálminn.
,,Nú eru byrjuð blessuð jól“.
Við fundum að jólin voru komin
til okkar. Að Jesúbarnið var þarna
mitt á meðal okkar, þó að við sæ-
um það ekki. Þeim friði og gleði
sem þá gagntók mína gljúpu barns
sál get ég ekki lýst. — Fóstri las
svo lesturinn. Á eftir var sunginn
sálmurinn: „í Betlehem er barn
oss fætt“. Þegar búið var að
syngja seinni sálminn var þögul
bæn litla stund og djúp þögn. Síð-
an signdi hver sig, stóð upp og
þakkaði fóstra fyrir lesturinn með
kossi, en hann sagði við hvern
einn: „Guð blessi þig“. Svo bauð
hver öðrum gleðileg jóL Nokkru
eftir lesturinn var drukkið kaffi
og borðaðar lummur. Síðan var
kveikt á jólatrénu, og mér fannst
gamla hrörlega baðstofan verða
að höll, því nú bar hvergi skugga
á. Svo sungum við jólasálma.
Ég var mjög hamingjusöm með
nýja brúðu á handleggnum, sem
fóstursystir mín hafði að öllu leyti
búið til. Hún hafði klippt neðan af
fallegu fléttunum sínum, sem náðu
niður fyrir mjaðmir, og sett hárið
á brúðuna. Ég kunni nú víst ekki
þá að meta þessa fórn að verðleik-
um. En ég man að ég vafði léttu
handleggjunum mínum um háls-
inn á systur minni og kyssti hana
heitt og innilega. — Ekki mátti
lifa lengur á jólatrénu í þetta skipti
því að helminginn af kertunum varð
að geyma til nýársins, svo að eft
ir nokkra stund var slökkt á þeim
og jólatréð fært til hliðar. . .
Þannig var jólaundirbúningur-
inn og jólahaldið á heimili fóstur-
foreldra minna, sagt frá í stór-
um dráttum og svipað hygg ég að
það hafi verið á heimilunum í
kring. Og svo að síðustu:
Ætti ég eina ósk til handa ís-
lenzkum börnum á þessum jólum
sem nú fara í hönd, mundi ég hik-
laust óska þeim að þau ættu jafn
hreína og fölskvalausa ánægju og
ég átti þessi umræddu jól, árið
1908.
Bjargey Pétursdóttir,
frá Hælavík.